Fréttir

Jólafrí

Skrifstofa skólans er lokuð frá hádegi 20. desember til 3. janúar 2014. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar. Opnunartími sundlaugar um hátíðarnar: 20.des 9:00-14:00 21.des 10:00-15:00 23.des 10:00-15:00 26.des til 30.des 10:00-15:00 31.des og 1.jan lokað 2.jan 16:00-21:00
Lesa meira

Stuttmyndaval heldur bíósýningu

Í dag var afrakstur stuttmyndavalsins sýndur. Var öllum nemendum og starfsfólki boðið upp á 12 myndir af ýmsu tagi.
Lesa meira

Leiklistaval frumsýnir jólaleikrit

Í vetur hafa nemendur í leiklistavali æft jólaleikritið Kjóllinn hennar Grýlu.
Lesa meira

Piparkökuhúsakeppnin

Hin árlega piparkökukeppni heimilisvalsins var haldin í dag en hún hófst með sýningu á húsunum fyrr í dag og leynilegri kosningu.
Lesa meira

Heilsueflandi grunnskóli

Varmahlíðarskóli er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli. Á skólaárinu 2013 -2014 verður unnið sérstaklega með þáttinn geðrækt.
Lesa meira

7. bekkur og Kammerkór Skagafjarðar

Á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember síðastliðinn, blés Kammerkór Skagafjarðar til dagskrár í tali og tónum tileinkaða Þorsteini Erlingssyni skáldi. Nemendur 7. bekkjar tóku þátt í dagskránni og sögðu frá ævi og störfum skáldsins auk þess sem þeir sungu með kórnum en líka ein og sér.
Lesa meira

Aðventuföndur foreldrafélagsins

Það var álit flestra að aðventuföndurdagur foreldrafélagsins í gær hafi tekist afar vel.
Lesa meira

Aðventugleði foreldrafélags Varmahlíðarskóla 28. nóvember kl. 12:30

Á morgun fimmtudag hvetjum við foreldra og/eða aðra aðstandendur að koma með börnum sínum og eiga skemmtilega stund með þeim í undirbúningi jólanna. Margar skemmtilegar stöðvar verða í boði og geta þátttakendur valið það sem þeim hugnast best og farið á milli stöðva eins og þeir vilja. Tálgað jólasveina, jólakort, föndra úr pappír og filti, búa til jólaluktir úr krukkum, spila ýmis spil, dansa á jóladiskói, fara á kaffihús, hlusta á jólasögur, hlusta á nemendur tónlistaskólans spila og fara í jólamyndatöku! Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nemendum er ekki skylt að mæta í þessa samverustund og verður heimkeyrsla strax eftir hádegismat fyrir þá sem ekki ætla að taka þátt. Við viljum endilega sjá sem flesta aðstandendur, allir velkomnir og nauðsynlegt er að einhver sé með hverju barni, sérstaklega í yngstu bekkjunum. Endilega látið ömmur og afa, frænkur og frænda og velviljara skólans vita, allir velkomnir að kíkja við. Skólabílar keyra ekki heim að lokinni aðventugleði og foreldrar þurfa að sjá um að koma börnum heim. 10.bekkur selur vöfflur og kakó á kaffihúsi í matsalnum til styrktar ferðasjóði sínum.
Lesa meira

Spakmæli vikunnar

„Kveiktu á kerti frekar en að sitja í myrkrinu“. Varmahlíðarskóli er heilsueflandi grunnskóli og í vetur leggjum við áherslu á geðrækt. Auk fræðslu innanhúss er áætlað að fá fyrirlestra fyrir nemendur, aðstandendur og starfsfólk um geðræktarmál. Sérstök áhersla verður lögð á geðorðin 10 og fær hver umsjónarbekkur sitt geðorð til að kryfja og miðla þekkingu um. Geðveikt horn er að fæðast í setustofunni þar sem fræðsluefni verður sýnilegt og þar verður kassi sem má setja í nafnlausar fyrirspurnir og óskir um allt er viðkemur andlegu heilbrigði. Síðast en ekki síst er markmiðið að minnka fordóma um það að vera „geðveikur“ , vinna að forvörnum og fræða um hvernig og hvar er hægt að fá hjálp. Settur verður upp tengill á heimasíðu skólans um heilsueflandi grunnskóla og hvað skólinn okkar hefur gert til að standa undir merkjum.
Lesa meira

Skemmtileg dagskrá á Degi íslenskrar tungu

Í dag var haldið upp á Dag íslenskrar tungu með fjölbreyttum skemmtiatriðum eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.
Lesa meira