Fréttir

Ljósmyndakeppni og list- og verksýning framundan

Þriðjudaginn 29. apríl kl. 13 verður opnun list- og verksýningar í menningarhúsinu Miðgarði. A því tilefni hefur verið efnt til ljósmyndakeppni meðal nemenda á unglingastigi, síðasti skiladagur er þriðjudaginn 22. apríl. Nemendur geta skilað allt að þremur ljósmyndum undir þemanu ,,Upphaf", en hægt er að túlka það á ýmsa vegu. Myndirnar sendist á netfangið iriso@vhls.is. Á opnuninni fá ljósmyndarar þriggja bestu myndanna, að mati dómnefndar, afhent verðlaun en allar ljósmyndirnar verða til sýnis í Miðgarði fram til 5. maí ásamt öðrum verkum nemenda.
Lesa meira

Dagar

Lesa meira

Áfram Latibær: myndbandið komið á netið

S.l. fimmtudag sýndi yngsta- og miðstig ásamt skólahóp leikritið Áfram Latibær í þétt setnum Miðgarði. Sýningin tókst sérlega vel í alla staði og margir voru þeir leiksigrarnir meðal nemenda, stórra sem og smárra. Nú geta leikararnir sjálfir fengið að horfa á leikritið en eins og gefur að skilja sjá þeir aldrei nema brot og kafla af verkinu. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar getið þið nálgast slóðina að myndbandinu.
Lesa meira

Forvarnir

Lesa meira

Sexan

Lesa meira