Fréttir

5. sætið í Skólahreysti

Þessi geta aldeilis verið ánægð með sig. Enduðu í 5. sæti í æsispennandi keppni. Aðeins munaði einu stigi á þeim og 3. sæti. Þess má geta að þetta er í 10. sinn sem skólinn kemst í úrslit og sjöunda árið í röð. Til hamingju Lína og Skólahreystilið Varmahlíðarskóla!!!
Lesa meira

Skólahreysti í kvöld!!!

Þá er komið að þvi!! Þessir snillingar eru á leiðinni suður að keppa í Skólahreysti kl 19:45. Fögnum öllum sem vilja koma og styðja þau í höllinni eða bara fyrir framan skjáinn. Verða í beinni á RÚV. Áfram Varmahlíðarskóli
Lesa meira

Örnafnaverkefni yngsta stig

Nemendur á yngsta stigi hafa verið að vinna með örnefni í Skagafirði síðastliðna daga.
Lesa meira

Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn Lotta kom í heimsókn til okkar í dag.
Lesa meira

Opnun myndlistasýningar í dag

Nóg er um að vera í skólanum þessa dagana! Þegar litlu upplestrarkeppninni var rétt lokið opnaði myndlistasýning Varmahlíðarskóla í Miðgarði kl. 14:30 í dag. Sýningin er hluti af dagskrá Sæluviku og mun hún standa uppi fram til 7. maí. Ekki er nein sérstök opnun auglýst en þeir sem sækja viðburði í Miðgarði geta í leiðinni virt fyrir sér verk nemenda.
Lesa meira

Litla upplestrarkeppnin 2023

Í dag, fimmtudag 27. apríl, var haldin Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk.
Lesa meira

Til hamingju með 1. sætið!

Eftir endurtalningu refsistiga í hraðabrautinni í Skólahreysti í dag kom í ljós að Varmahlíðarskóli vann riðilinn sinn. Innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur þið stóðuð ykkur öll alveg rosalega vel.
Lesa meira

Áfram Varmahlíðarskóli!!!

Í dag, miðvikudag 26. apríl, er Varmahlíðarskóli að keppa í Skólahreysti og verður bein útsending frá keppninni kl.17 á Rúv. Við hvetjum alla til að sitja límd við skjáinn og hvetja okkar fólk. ÁFRAM VARMAHLÍÐARSKÓLI!!!!!
Lesa meira