Til að ná einstaklingsmiðuðum markmiðum þá er námsefnið aðlagað eða fundið annað námsefni. Mikið úrval námsefnis er í boði og það er á ábyrgð umsjónar/fagkennara og þess sem stuðningskennsluna annast að finna námsefni við hæfi.
Það er hægt að hlusta á allt námsefni Námsgagnastofnunar, sjá http://nams.is/ og sumt námsefni á Skólavefnum. Hægt er að hlusta á námsefnið í tölvunni eða hlaða því niður á Mp3 eða Ipod. Þetta geta nemendur eða foreldrar sjálfir gert því allir hafa aðgang að Námsgagnastofnun. Viðkomandi námsefni er fundið undir Námsefni og síðan hlaðið niður.
Nemendur með lestrarerfiðleika geta einnig nýtt sér forritið Easy Tutor en það er uppsett í öllum tölvum skólans. Forritið les upp texta, bæði af vefsíðum og einnig af skjölum sem nemandi er að vinna með.
Þá geta nemendur sem eiga erfitt með ritun fengið að vinna sumar vinnubækur í tölvum. Þeir vinna bækurnar í sérstöku forriti, Foxit Reader, í sínum tölvum og geta einnig látið Easy Tutor lesa upp textann fyrir sig ef þarf.
Nemandi sem er að vinna annað námsefni eða vinna með hjálp Easy Tutor, Foxit Reader eða hljóðbóka getur hvort sem er verið í bekkjarstofu og notar þá til dæmis heyrnartól eða verið í sérkennslustofum sem eru tvær.