Forfallatilkynningar

Veikindi og forföll nemenda þarf að tilkynna að morgni hvers dags. Hægt er að skrá veikindi beint í Mentor, senda tölvupóst á varmahlidarskoli@varmahlidarskoli.is eða hringja í síma 455 6020. Það sama gildir um forföll í einstaka kennslustundir s.s. íþróttir og sund. 

Við hvetjum foreldra/forsjáraðila til að skrá veikindi beint í Mentor. Það er hægt hvort heldur sem er í tölvu eða farsíma. Athugið að foreldrar þurfa að vera innskráðir á eigin kennitölu.

Sjá nánari leiðbeiningar: Að skrá veikindi í Mentor.

Umsjónarkennari getur gefið leyfi í 1-2 daga en beiðni þarf að berast til skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra ef um lengra leyfi er að ræða. Mælst er til þess að leyfisbeiðnum sé haldið í lágmarki og að þær berist með góðum fyrirvara. Skólinn áréttar ábyrgð foreldra/forsjáraðila á námi barna sinna meðan á leyfi stendur.

ATH! Munið að láta skólabílstjóra einnig vita ef forföll eru!