Sjálfsmat

Samkvæmt 35. og 36. grein nýrra grunnskólalaga ber öllum grunnskólum að framkvæma kerfisbundið sjálfsmat.

Með sjálfsmatinu fer fram víðtæk gagnaöflun um skólastarfið. Árangur skólans í einstökum þáttum er metinn þar sem markmið skólans eru lögð til grundvallar sem viðmið. Í matsferlinu eru sterkir og veikir þættir skólastarfsins dregnir fram. Leitað er leiða til að viðhalda sterku þáttunum og efla þá enn frekar. Brugðist er við veikum þáttum með því að setja fram þróunaráætlun sem felur í sér umbætur á viðkomandi þætti í skólastarfinu. Þannig á sjálfsmatið ætíð að stuðla að umbótum í skólastarfi. Tilgangur þess er fyrst og fremst sá að gera góðan skóla betri. Sjálfsmat skóla er því leið til að miðla þekkingu á skólastarfinu og er liður í þróun og vexti hvers skóla.

Sjálfsmatsskýrsla 2024

Sjálfsmatsskýrsla 2023

Sjálfsmatsskýrsla júní 2022

Vorsamantekt 2024

Vorsamantekt 2023

Vorskýrsla 2022

 
Sjálfsmatsskýrsla júní 2021 Vorskýrsla 2021 Sveitadagar- könnun 2021
Sjálfsmatsskýrsla júní 2020 Vorskýrsla 2020  
Sjálfsmatsskýrsla júní 2019 Vorskýrsla 2019  
Sjálfsmatsskýrsla júní 2018 Vorskýrsla 2018  
Sjálfsmatsskýrsla júní 2017 Vorskýrsla 2017  
Sjálfsmatsskýrlsa júní 2016 Vorskýrsla 2016