08.11.2023
Nemendur og starfsfólk tók þátt í baráttudegi gegn einelti í dag. Til að byrja með söfnuðust allir saman á sal, hlustuðu á hugleiðingar um einelti og sungu saman nokkur vinalög. Eftir samverustundina lá leiðin í íþróttahúsið þar sem farið var í leiki.
Lesa meira
23.10.2023
Á morgun þriðjudaginn 24. október ætla konur í Varmahlíðarskóla að taka þátt í heils dags kvennaverkfalli sem boðað hefur verið til. Af þeim sökum verður hvorki skóli né frístund.
Á föstudag verðum við að stytta skóladaginn vegna jarðarfarar. Heimakstur verður því kl. 12:00 en frístund verður opin fyrir skráð börn.
Lesa meira
18.10.2023
Nemendur í 1.- 4. bekk voru að læra um landnámsmenn fyrir nokkru síðan og vorum við hengja afrakstur þeirrar vinnu upp á vegg.
Lesa meira
09.10.2023
Í lok september ferðuðust fjórir nemendur í 10. bekk og tveir starfsmenn til Tyrklands en ferðin var lokahnykkur á eins árs verkefnis á vegum Erasmus+ styrkjaáætlunar ESB. Þetta voru þau Bríet Bergdís, Eiríkur Jón, Svandís Katla og Vignir Freyr sem fóru ásamt Íris Olgu og Helgu Þorbjörgu.
Í verkefninu veltu nemendur fyrir sér og sköpuðu draumaheima með mismunandi forritun og lærðu í leiðinni forritun á t.d. Minecraft, Unity og Scratch.
Samstarfslöndin voru þrjú, þriðja landið Finnland, en s.l. nóvember heimsótti hópur nemenda og starfsfólks bæinn Joensuu í Finnlandi. Í mars mættu tyrkir og finnar í Varmahlíðarskóla og því hafa þátttakendur verkefnisins - bæði nemendur og starfsfólk - kynnst ágætlega og jafnvel myndað vinabönd.
Lesa meira
09.10.2023
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá er appelsínugul viðvörun hjá okkur fyrir morgundaginn.
Lesa meira
29.09.2023
Í náttúrufræði er lögð mikil áhersla á umhverfismennt en hún miðar að því að fólk gefi umhverfinu sínu gaum og beri umhyggju fyrir því.
Lesa meira
20.09.2023
Föstudaginn síðastliðinn fóru nemendur í 1.- 4. bekk í útilistarverkefni í útikennslutímanum.
Lesa meira
20.09.2023
Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hlaupið er með sama sniði og geta nemendur valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri.
Hlaupaleiðir eru eftirfarandi;
2,5 km að Þuríðarlundi og til baka.
5 km að Grófargilsrétt og til baka.
10 km að ruslagámi hjá Skörðugili og til baka yfir Reykjahól.
Eftir hlaup fara nemendur í sund og svo er spilað á spil/leikið útivið meðan beðið er eftir skólabílum.
Lesa meira
13.09.2023
Veðrið hefur leikið við okkur undanfarið og finnst okkur alveg tilvalið að vera mikið úti og njóta náttúrunnar við skólann okkar.
Lesa meira