19.01.2024
Nemendur voru hvattir til lesturs í jólafríinu. Þau skiluðu þar til gerðu blaði með staðfestingu á lestri. Dregið var úr jólalestrinum í dag og hlutu nemendurnir bækur í verðlaun. Verðlaunahafar eru Edda Björg, Marta Fanney og Hólmar Kári. Til hamingju krakkar!
Lesa meira
18.01.2024
Sameiginleg stöðvavinna var í dag, fimmtudag, hjá nemendum á yngsta stigi og skólahóp leikskólans.
Lesa meira
07.01.2024
Já, það styttist í að nemendur í 8.-10. bekk sýni söngleikinn Grease á sviði Miðgarðs. N.k. föstudag kl. 19:30 hefst sýningin og í kjölfarið er veislukaffi í skólanum. Unglingaball 10. bekkinga verður í Miðgarði til kl. 23:00 en það er plötusnúðurinn Háski sem þeytir skífur.
Lesa meira
04.01.2024
Gaman saman er verkefni sem 1. bekkur í Varmahlíðarskóla vinnur með skólahóp á leikskólanum Birkilundi. Alla fimmtudaga hittast þessir hópar og vinna verkefni saman. Skólarnir eru heimsóttir á víxl og í dag var skólahópur hjá okkur og verkefni dagsins var Osmo. Góð samvinna er milli hópanna og dýrmæt vinátta sem hefur myndast.
Lesa meira
03.01.2024
Starfsfólk Varmahlíðarskóla óskar öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir samstarf, samveru og hlýju á árinu 2023.
Lesa meira