Gaman saman er verkefni sem 1. bekkur í Varmahlíðarskóla vinnur með skólahóp á leikskólanum Birkilundi. Alla fimmtudaga hittast þessir hópar og vinna verkefni saman. Skólarnir eru heimsóttir á víxl og í dag var skólahópur hjá okkur og verkefni dagsins var Osmo. Góð samvinna er milli hópanna og dýrmæt vinátta sem hefur myndast.