Fréttir

Skólahreysti á morgun!!!

Lið Varmahlíðarskóla keppir í lokakeppni Skólahreysti á morgun, laugardag 25. maí, og er bein útsending kl.19:45 á RÚV. Allir að horfa og hvetja okkar fólk!!!!
Lesa meira

Útidagur yngsta stig

Í gær, fimmtudag, var útidagur hjá nemendum á yngsta stigi.
Lesa meira

Skólaferðalag 1.-4. bekkjar

Í dag, þriðjudag 21.maí, fóru nemendur í 1.-4.bekk í skólaferðalag.
Lesa meira

Samlestur bekkja í vetur

Í allan vetur hafa nemendur í 1. og 2. bekk annars vegar og í 5. bekk hins vegar lesið saman einu sinni í viku. Allskonar aðferðir hafa verið notaðar, oftast lesa tveir nemendur saman, einn úr yngri deild og einn úr eldri og lesa fyrir hvorn annan og hefur lesefnið verið af margvíslegum toga. Einnig hefur verið lesinn svokallaður punktalestur, farið í ýmis konar orðaleiki og fleira skemmtilegt hefur verið gert.
Lesa meira

Sveitadagar

Í þessari viku eru sveitadagar en þá taka allir nemendur þátt í ýmsum störfum sem vorið býður uppá. Störfin eru mjög fjölbreytt - margir nemendur taka þátt í vorverkum á sínum heimabæjum enda af nógu af taka á þessum tíma árs, sumir heimsækja bæi í svæðinu og enn aðrir taka þátt í störfum sem ekki flokkast undir landbúnað t.d. í ferðaþjónustu.
Lesa meira

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Þrír nemendur úr Varmahlíðarskóla eiga tvær hugmyndir sem valdar voru í úrslit af dómnefnd í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Lesa meira

Sigur í Skólahreysti

Lið Varmahlíðarskóla sigraði sinn riðil í Skólahreysti síðastliðinn þriðjudag.
Lesa meira

Leikhópurinn Lotta

Í dag, 2. apríl, kom Leikhópurinn Lotta með leiksýningu fyrir nemendur í 1.-4. bekk og leikskólakrakkana.
Lesa meira