Skólaferðalag 1.-4. bekkjar

Farið var til Hóla í Hjaltadal þar sem Gísli biskup tók á móti okkur og sagði frá sögu staðarins, kirkjunnar, turnsins og Auðunnarstofu ásamt skoðunarferð um þessa staði.  Á eftir fengum við pítsahlaðborð hjá Kaffi Hólar og stungum okkur svo í sundlaugina. Eftir sundið bættum við aðeins á okkur með kexi og safa og skoðuðum gamla torfbæinn og enduðum svo í ís í Olís. Okkur langar að þakka innilega fyrir góðar og hlýjar móttökur hjá staðarhöldurum á Hólum.