Sveitadagar

Í þessari viku eru sveitadagar en þá taka allir nemendur þátt í ýmsum störfum sem vorið býður uppá.  Störfin eru mjög fjölbreytt - margir nemendur taka þátt í vorverkum á sínum heimabæjum enda af nógu af taka á þessum tíma árs, sumir heimsækja bæi í svæðinu og enn aðrir taka þátt í störfum sem ekki flokkast undir landbúnað t.d. í ferðaþjónustu.