Samlestur bekkja í vetur

Í allan vetur hafa nemendur í 1. og 2. bekk annars vegar og í 5. bekk hins vegar lesið saman einu sinni í viku. Allskonar aðferðir hafa verið notaðar, oftast lesa tveir nemendur saman, einn úr yngri deild og einn úr eldri og lesa fyrir hvorn annan og hefur lesefnið verið af margvíslegum toga. Einnig hefur verið lesinn svokallaður punktalestur, farið í ýmis konar orðaleiki og fleira skemmtilegt hefur verið gert.
Hefur þetta samstarf lukkast einstaklega vel og hafa nemendur verið til fyrirmyndar á allan hátt, jákvæðir og vinnusamir.
Þessum samverustundum lauk síðan með smá slútti í þar sem djús og snakk var í boði við mikla ánægju nemenda.