Fréttir

Íþróttafélagið Smári færði 1. bekk gjöf

Formaður Íþróttafélagsins Smára færði nemendum 1. bekkjar Varmahlíðarskóla merktan búning og peysu félagsins. Þetta er annað árið í röð sem U. Í. Smári færir 1.bekk íþróttabúning félagsins að gjöf og mun þetta koma sér vel. Hafi íþróttafélagið okkar kærar þakkir fyrir. Á myndinni eru frá vinstri: Anna Lilja Guðmundsdóttir formaður U.Í. Smára, Agnar Sölvi, Helgi Rafn, Valdimar Ýmir, Hólmar Kári, Árdís Hekla, Diljá Mist, Þengill Týr, Egill Örn og Birgitta Sveinsdóttir umsjónarkennari þeirra. Myndina tók Sólrún Jóna sem sést í glugganum (SÍÍÍS)
Lesa meira

Jólafatadagur 7. des.

Jólafatadagur hjá okkur í Varmahlíðarskóla 7. desember. En að sjálfsögðu geta allir dagar í desember verið jólafatadagar.
Lesa meira

Jólatré í upphafi aðventu

Í síðustu viku fóru nemendur í 4. bekk og hjuggu jólatré í skóginum. Að því loknu yljuðu þau sér við heitt kakó og piparkökur inn í matsal. Í dag, 30. 11., var svo kveikt á jólatrénu og allir nemendur og starfsfólk dansaði og söng í kringum jólatréð. Mikil hátíðarstemmning myndaðist úti í blíðskaparveðri. Að loknum söng og dansi var farið inn í matsal þar sem boðið var upp á ostabrauð, heitt kakó, ljúfa jólatóna og mandarínur. Skemmtileg jólahefð sem hefur fylgt skólanum í fjölda mörg ár.
Lesa meira

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Drangey

Varmahlíðarskóli fékk í dag heimsókn frá fulltrúum Kiwanisklúbbsins Drangey og lögreglunni. Tilefnið var að gefa nemendum í 1. bekk endurskinsvesti. Gjöfin var vel þegin og erum við afar þakklát fyrir þessa rausnarlegu gjöf.
Lesa meira

Nemendaráð 2023-2024

Eftirtaldir nemendur skipa nemendaráð 2023-2024: 10. bekkur, formenn nemendaráðs: Bríet Bergdís Stefánsdóttir og Vignir Freyr Þorbergsson Til vara er Hallgerður Harpa Vetrarrós Þrastardóttir og Svandís Katla Marinósdóttir 9. bekkur: Halldór Stefánsson til vara Ævar Sigurðsson 8. bekkur: Matthías Guðmundsson til vara Ísleifur Eldur Þrastarson 7. bekkur: Bergrún Lauga Þórarinsdóttir til vara Edda Björg Einarsdóttir 6. bekkur: Lilja Stefánsdóttir til vara Kolbrún Embla Róbertsdóttir
Lesa meira

Höfuðfata og/eða sólgleraugnadagur

Á morgun, föstudag 24. nóvember er höfuðfata og/eða sólgleraugnadagur. Þá má koma með höfuðföt og/eða sólgleraugu í skólann.
Lesa meira

Skólaakstur í myrkrinu

Kæru foreldrar og forsjáraðilar Nú þegar myrkur og kuldi hafa tekið völdin í morgunsárið þegar börnin eru á leið til skóla, viljum við brýna fyrir öllum að huga að þeim aðstæðum sem börnin eru í þegar þau eru á leið í skólabíl eða að bíða eftir skólabílnum. Í reglum sveitarfélagsins um skólaakstur í dreifbýli kemur fram að foreldrar/forsjáraðilar skuli fylgja börnum sínum að bíl á morgnana og taka á móti þeim eftir skóla. Einnig kemur fram í sömu reglum að í þeim tilfellum þar sem bílstjóri geti ekki ekið að heimreið og börnin þurfi að fara yfir veg skuli sveitarfélagið útvega börnunum endurskinsvesti. Við hvetjum ykkur til að heyra í ykkar bílstjóra varðandi útfærslur ef rými er til þess. Við viljum hér með ítreka ábyrgð ykkar foreldra við þessar aðstæður, að fylgja börnunum að viðeigandi biðstöð og sjá til þess að börnin séu klædd endurskinsvestum alla daga. Eins og áður sagði þá er myrkur á þeim tíma dags sem börnin eru á leið til skóla og gjarnan hálka á vegum á þessum tíma ársins sem gerir bæði börnunum erfitt fyrir sem og akandi vegfarendum sem eru á leið til vinnu á þessum tíma. VÍS útvegar vesti fyrir öll börn sem nýta skólaakstur og eru þessi vesti fáanlega á skrifstofu skólans. Það er afar mikilvægt að við hjálpumst að við að tryggja öryggi barnanna okkar á leið til og frá skóla.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Varmahlíðarskóla í dag. Eins og sjá má var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Hátíðarhöldin fóru fram í sal skólans. 1. Fjöldasöngur (Á íslensku má alltaf finna svar) 2. 1.- 2. bekkur - söngur með hristum ( Ég heyri svo vel) 3. 6. bekkur: Djákninn á Myrká 4. Fjöldasöngur (stökur) 5. 5. bekkur: Framtíðarleikrit um Jónas Hallgrímsson 6. 7. bekkur: Kennaragrín 7. Fjöldasöngur (Sá ég spóa í keðjusöng og Krummi krunkar úti) 8. 3. bekkur - leikrit (Feluleikurinn) 9. 4. bekkur: Brandarahornið 10. Fjöldasöngur (Á Sprengisandi)
Lesa meira

Myndlist

Sjá myndlistarverkefni eftir nemendur á göngum skólans. Fjölbreytt og skemmtileg.
Lesa meira

Maraþon í gangi

10. árgangur þreytir nú íþróttamaraþon í íþróttahúsinu. Löng hefð er fyrir þessu maraþoni og taka starfsmenn og foreldrar virkan þátt. Dagskráin er mjög fjölbreytt og hafa allir nemendur skólans tekið þátt í leikjum og dansi með þeim. 10. árgangur keppti einnig á móti starfsmönnum í bandí og bauð starfsfólki upp í dans. M.a. sem þau ætla að gera í maraþoninu er að spila fótbolta, synda, hjóla á þrekhjóli, dansa, gera teygjur og margt fleira.
Lesa meira