Fréttir

Þorrablót og Glaumbæjarheimsókn

Nemendur og starfsfólk héldu hefðbundið þorrablót í dag, en fyrr um morguninn heimsóttu nemendur 3. og 4. bekkjar byggðarsafnið í Glaumbæ ásamt kennurum sínum.
Lesa meira

Myndir af jólaballi Friðar desember 2013

Jólaball og söngvakeppni Friðar voru haldin um miðjan desember og ekki seinna að vænna en að birta myndir frá þeim atburði.
Lesa meira

3. bekkur lærir um gömlu mánaðaheitin

Nemendur í 3. bekk unnu nýverið verkefni í Byrjendalæsi um gamla og nýja tímatalið.
Lesa meira

Kvenfélag Seyluhrepps gefur veglega gjöf

Kvenfélag Seyluhrepps hefur ákveðið að styrkja Íþróttamiðstöðina í Varmahlíð um 70.000 krónur.
Lesa meira

Samráðsdagurinn 28. janúar 2014

Í skólastarfinu eru samráðsdagar með foreldrum mjög mikilvægir. Þar hittast foreldrar, nemandi og umsjónarkennari til þess að fara yfir skólagöngu barnsins í hvert sinn. Á þessum fundum er rætt um sterkar hliðar, námslega stöðu, væntingar, líðan og hegðun svo eitthvað sé nefnt. Niðurstöður þessara viðtala ber að hafa að leiðarljósi þegar áframhaldandi nám og samstarf er skipulagt.
Lesa meira

Árskort á skíðasvæðið að gjöf

Skíðadeild Tindastóls hefur í nokkur ár fært nemendum annars bekkjar árskort á skíðasvæðið. Í dag kom Viggó frá skíðadeild Tindastóls ásamt Björgvin Björgvinssyni skíðamanni frá Dalvík og afhentu nemendum árskort á svæðið.
Lesa meira

Afar vel heppnuð árshátíð

Árshátíð eldri nemenda var haldin s.l. föstudagskvöld. Nemendur sýndu söngleikinn Wake Me Up Before You Go Go! eftir Hallgrím Helgason
Lesa meira

Valgreinar á vorönn

Nemendur í 8. til 10. bekk fengu með sér í dag umsóknarblað fyrir valgreinagreinanámskeið sem í boði verða á vorönninni. Hér á forsíðunni til hægri undir flipanum Valgreinahefti er hægt að skoða námskeiðslýsingar. Við hvetjum nemendur og forráðamenn að gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir heftið og skila svo valblaðinu sjálfu til ritara í síðasta lagi þriðjudaginn 14. janúar. Valnámskeiðin hefjast í vikunni 20. til 24. janúar.
Lesa meira

Litlu-jólin

Þann 19. desember gengu litlu-jólin í garð í Varmahlíðarskóla. Dagskrá var með hefðbundnu sniði en jafnframt voru þó nokkrar nýjungar á boðsstólum.
Lesa meira

Jólaopnun íþróttamiðstöðvar Varmahlíðar

Opnunartímar íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð yfir hátíðarnar verða sem hér segir:
Lesa meira