Fyrst fóru nemendur að Reykjarlaug hjá Reykjarfossi og síðan að Víðimýrarkirkju, en á báðum stöðum voru margar senur teknar upp. Myndin sem unnin er að sýnir glefsur úr Sturlungu og er söguþráðurinn byggður í kringum litabók sem Sturlungafélagið í Skagafirði gaf út fyrir fáeinum misserum. Nokkrar ljósmyndir voru teknar og eru þær í septemberalbúmi skólans.