Í heimilisfræði fræddi Bryndís nemendur um sveppi og í kjölfarið gengu þau um skóginn í leit að sveppum. Þau lærðu hvar þau áttu að leita, hvaða sveppi má taka og hvernig á að hreinsa þá. Í myndmennt gengu þau um sama skóginn en nú í leit að margvíslegum laufum sem á svo að nota í þrykkmyndir. Heim í skóla var öllum laufum raðað í dagblöð og nú bíða þau notkunar í tíma í næstu viku.