30.05.2014
Skólanum var slitið við hátíðlega athöfn í Miðgarði sl. miðvikudagskvöld. Nemendur sem kvöddu skólann eftir 10 ára skyldunám voru 14 og héldu fulltrúar nemenda Ásdís og Hrafnhildur kveðjuræðu fyrir hönd hópsins. Fjöldi viðurkenninga var veittur og Ásdís Sigurjónsdóttir, fyrrverandi kennari við skólann var kvödd með virktum af samstarfsfólki. Foreldrafélagið færði nemendum skólans að gjöf kr. 100.000 sem á að ganga upp í tölvukaup. Myndir frá athöfninni verða birtar hér og á fésbókarsíðu skólans.
Lesa meira
30.05.2014
S.l. föstudag var haldið bíó eftir nemendur í stuttmyndavali. Nú eru allar myndirnar komnar á jútúp-síðuna.
Lesa meira
28.05.2014
Lokað verður í kvöld 28. maí kl. 19:00 vegna skólaslita Varmahlíðarskóla. Á morgun uppstigningardag verður opið frá kl. 10:00 til 15:00. Á föstudag 30. maí verður lokað kl. 13:00 vegna óvissuferðar starfsfólks. Frá og með næstkomandi laugardegi 31. mai tekur sumaropnun gildi. Smellið á íþróttamiðstöð hér til hægri eða Lesið meira.
Lesa meira
28.05.2014
Margt hefur gerst í skólastarfi nú á vordögum sem ekki hefur ratað í fréttir á síðunni. Hér er hægt að skoða myndir af ýmsum atburðum:
Lesa meira
27.05.2014
Nýtt valgreinahefti kemur á heimasíðuna á morgun 28. maí.
Lesa meira
27.05.2014
Varmahlíðarskóla verður slitið við hátíðlega athöfn í Miðgarði, miðvikudagskvöldið 28. maí kl. 20:00. Kaffiveitingar í skólanum að athöfn lokinni. Allir velkomnir!
Lesa meira
27.05.2014
Nemendur í landbúnaðarvali, ásamt Óla kennara, lögðu land undir fót þriðjudaginn 29. apríl sl. Heimsótt voru fjögur góðbýli í nágrenninu og fræðst um búskapinn af ábúendum.
Lesa meira
27.05.2014
Danssýning nemenda fór fram föstudaginn 23. maí.
Lesa meira
26.05.2014
Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldið í gær eftir tveggja daga vinnusmiðju þeirra sem komust í úrslit. Verðlaun voru veitt í þremur aðalflokkum. Þórir Árni Jóelsson hreppti silfurverðlaun fyrir hönnun sína í flokknum Sköpunarkraftur, frumkvæði og uppfinningagleði og tók við verðlaunum af sjálfum forsetanum Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann hannaði "Ferðabrú fyrir fé og hross". Nokkrir þátttakenda kynntu sín verkefni við hátíðahöldin. Þar á meðal voru Andri Snær Tryggvason og Ari Óskar Víkingsson sem kynntu hugmynd sína og útfærslu á hlaupahjólatösku. Þeir fengu bikar fyrir góða framsögn og upplýsingamiðlun sem JC á Íslandi veitir einum keppanda ár hvert. Til hamingju allir saman!
Lesa meira
22.05.2014
Þemavikan er stútfull af fjölbreyttum verkefnum. Danskennsla er á hverjum degi fyrir alla hópa sem lýkur með stórri sýningu á föstudaginn kl. 12:15 í íþrótthúsinu. Það er danskennarinn Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir búsett á Dalvík sem sér um fjörið að þessu sinni.
Lesa meira