Fréttir

Frístundastrætóferðir hefjast

Föstudaginn 7. nóvember byrjar frístundastrætó að ganga í Hús frítímans. Nemendur í 4. - 10. bekkur mega fara og taka þátt í starfsemi hjá Húsi frítímans á föstudögum kl.14-17. Frístundastrætó keyrir út á Sauðárkrók og til baka í Varmahliðarskóla og Steinsstaði. Nemendur þurfa að fá miða hjá ritara fyrir foreldra að kvitta undir og bílstjórinn fær svo þennan miða. Ef krakkarnir fara ekki heim aftur með rútunni þarf að taka það fram á miðanum.
Lesa meira

Bókasafnið að venju opið almenningi

Bókasafnið verður opið almenningi sem hér segir: Mánudaga kl. 15:00 - 16:00 Þriðjudaga kl. 13:00 - 14:00 Fimmtudaga kl. 14:00 - 15:00 Allir velkomnir og mögulegt að semja um aðra tíma ef þessir henta ekki.
Lesa meira

Undankeppni í Stíl

Undankeppni í Stíl fór fram í Húsi frítímans í gær. Tveir hópar tóku þátt og voru þeir´báðir úr Varmahlíðarskóla. Sigurvegarar urðu Gunnar Freyr, Gísli, Freyja og Silja og óskum við þeim til hamingju með sigurinn. Þau munu taka þátt í aðalkeppninni í Hörpu þann 29.nóvember næstkomandi.
Lesa meira

Bangsadagur

Þriðjudaginn 28. október var haldið upp á bangsadaginn í skólanum. Þá komu margir góðir gestir á bókasafnið ásamt hinum ýmsu gæludýrum til að heilsa upp á nýja bókasafnsbangsann sem hlaut nafnið Bóbó. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir sumarlesturinn sem margir tóku þátt í.
Lesa meira

Samráðsdagur og kaffihúsastemning

Eins og flestum er kunnugt sem skólanum tengjast var samráðsfundur í dag hjá kennurum, foreldrum og nemendum. Á sama tíma buðu 10. bekkingar gestum og gangandi í kaffihús með kaffi og vöfflum en ágóði þeirrar sölu rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
Lesa meira

Samráðsdagur foreldra, barna og kennara

Mánudaginn 27.október er samráðsdagur í Varmahlíðarskóla. Eins og undanfarin ár er ekki kennsla en foreldrar og börn að vanda boðuð til viðtals hjá umsjónarkennurum.
Lesa meira

Fundargerð aðalfundar foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Varmahlíðarskóla var haldinn í matsal skólans miðvikudaginn 8. október s.l. Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
Lesa meira

Vetrarfrí í skólanum 16. og 17. október

Skrifstofan verður lokuð þessa daga.
Lesa meira

Velheppnaður Vinadagur

Í máli og myndum. Sjón er sögu ríkari. Hér kemur linkur á frábært myndband sem hann Ingvi Hrannar bjó til um vinadaginn í dag. http://vimeo.com/109016759
Lesa meira

Vinadagurinn - Styttri skóladagur - Opnunartími sundlaugar í vetrarfríi

Skólabílar koma með nemendur frá Sauðárkróki kl. 13:30 á morgun og heimkeyrsla verður strax þá. Breyttur opnunartími í sundlaug vegna vetrarfrísins: Fimmtudagur 16. október. Opið frá kl. 16 – 21. Föstudagur 17. október. Lokað. Gleðilegt vetrarfrí!
Lesa meira