Fréttir

Hækkun mötuneytis

Frá og með 1. janúar 2015 hefur sveitarstjórnin ákveðið að hækka gjald vegna mötuneytis um 8%.
Lesa meira

Glæsileg árshátíð!

Árshátíð eldri bekkja tókst glimrandi vel s.l. föstudagskvöld, en þá sýndu nemendur 10. bekkjar, ásamt 7. - 10. bekkingum, dans- og söngleikinn Footloose.
Lesa meira

Árshátíð 7. - 10. bekkjar!

Nú standa yfir þrotlausar æfingar á dans- og söngleiknum Footloose, en hann verður sýndur á morgun, föstudag, kl. 20:00 í Miðgarði. Að lokinni sýningu verða kaffi og veitingar í skólanum. Kl. 22:00 - 00:30 er ball í Miðgarði sem Plötusnúðarnir DJ Amma og MC Morph sjá um, frístundastrætó ekur til og frá Varmahlíð. Aðgangseyrir kr. 1000. Eldri nemendur eru velkomnir.
Lesa meira

Gleðilegt 2015!

Gleðilegt nýár og kærar þakkir fyrir samstarf og samveru á gamla árinu. Skólahald hefst stundvíslega kl. 8:20 í fyrramálið, mánudag, með hefðbundinni stundarskrá. Þó mega nemendur í 10. bekk búast við að undirbúningur fyrir árshátíð hefjist þennan fyrsta skóladag nýja ársins.
Lesa meira

Gleðilega hátíð!

Starfsfólk Varmahlíðarskóla óskar nemendum, fjölskyldum þeirra, vinum og velunnurum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Við hlökkum til að hittast aftur eftir áramót. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 5. janúar 2015 kl. 08:20.
Lesa meira

Stuttmyndir úr vali á jútúb!

Nú eru allar myndirnar úr stuttmyndavali komnar á youtube-vefinn.
Lesa meira

Piparkökuhúsakeppnin

Í morgun kusu nemendur og starfsfólk sigurvegara í hinni árlegu piparkökuhúsakeppni Varmahlíðarskóla. Ekki mátti tæpara standa þar sem síðastliðnir óveðursdagar komu í veg fyrir bæði undirbúning keppninnar og kosningu.
Lesa meira

Opnunartími sundlauga í Skagafirði

Opnunartími sundlauga hér í firðinum er sem segir hér að neðan:
Lesa meira

Skólahald fellur niður í dag, miðvikudag

Vegna stórfelldrar hálku og hvassviðris hefur verið ákveðið að áflýsa skólahaldi í dag.
Lesa meira

Síðasta vika fyrir jól

Nú er jólaföndur milli vinabekkja í algleymingi og margt fallegt og frumlegt komið í töskur, glugga, hillur og borð. Ýmislegt skemmtilegt er á döfinni það sem eftir er vikunnar:
Lesa meira