Fréttir

Útinám hjá 4. bekk

Margt er hægt að gera í skólanum utan veggja hússins. Nemendur í 4. bekk nutu góða veðursins í þessari viku í heimilisfræði- og myndmenntatíma.
Lesa meira

Sundlaug Varmahlíðar - Vetraropnun

Frá og með 1. september verður opið í sundlauginni sem hér segir: Mánudaga og fimmtudaga 9:00-21:00. Þriðjudaga og miðvikudaga.9:00-20:00. Föstudaga.9:00-14:00. Laugardaga.10:00-15:00. Sunnudaga í september.10:-15:00. Lokum á sunnudögum 1.október
Lesa meira

Skólasetning og skólabyrjun

Í frámuna blíðu var skólinn settur sunnan við skólann sl. miðvikudag. Nýir nemendur fengu pennaveski að gjöf og boðnir sérstaklega velkomnir. Helstu breytingar voru kynntar og starfsmenn kynntir til leiks. Þar á eftir gæddu viðstaddir sér á ástarpungum og drykkjum spjölluðu og nutu veðurblíðunnar. Umsjónarkennarar fylgdu nemendum í sínar heimastofur til að skoða aðstæður og gefa kost á spurningum. Ný húsgögn í matsal voru skoðuð og prófuð.
Lesa meira

Skólasetning og afhending stundaskráa

Skólinn verður settur kl. 16, miðvikudaginn 27. ágúst. Eftir athöfn verður boðið upp á kaffiveitingar. Umsjónarkennarar munu afhenda stundaskrár í heimastofum nemenda.
Lesa meira

Skólasetning og skólabyrjun

Nú er komið að því að skólastarf hefjist í Varmahlíðarskóla skólaáríð 2014 til 2015. Skólinn verður settur samkvæmt venju utan dyra sunnan megin við Varmahlíðarskóla, miðvikudaginn 27. ágúst nk. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 28. ágúst. Skrifstofan er opin alla daga og stjórnendur, ritari og húsvörður hófu störf 5. ágúst sl. Kennarar og annað starfsfólk hefur störf 18. ágúst.
Lesa meira

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa skólans opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst.
Lesa meira

Vorskýrsla Varmahlíðarskóla

Vorskýrsla Varmahlíðarskóla skólaárið 2013-2014 er nú aðgengileg á heimasíðunni í aðalvali sem VORSKÝRSLUR. Hér er einnig hægt að skoða skýrsluna, lesið meira... Ný jafnréttisáætlun hefur einnig litið dagsins ljós. Lesið meira...
Lesa meira

Myndir frá reiðnámskeiði 9. bekkjar á Hólum

Betra er seint en aldrei, hér eru myndir frá reiðnámskeiði 9. bekkinga á Hólum í vetur.
Lesa meira

Lestrarhesturinn

Í vetur hefur lestrarhesturinn verið á ferðinni í skólanum og heimsótt flesta bekki tvisvar og stoppað viku í senn. Á meðan hafa nemendur bekkjarins lesið eins og þeim sé borgað fyrir og reynt að koma hestinum sem lengst áleiðis því hann hefur ferðast einn kílómetra fyrir hverjar 50 lesnar blaðsíður og markmiðið hefur verið að koma honum í kringum landið. Hugmyndin er að merkja ferðir hans á sérhannað landakort sem hangir niðri í anddyri. Þess má geta að lestrarhesturinn er hannaður og smíðaður af Sveini Brynjari Friðrikssyni, smíðakennara.
Lesa meira

Bókasafnið - opnunartími í sumar

Bókasafnið verður opið eftirtalda miðvikudaga í sumar kl. 16:00 - 18:00: 11. júní 25. júní 9. júlí 23. júlí 6. ágúst.
Lesa meira