19.03.2015
Eins og flestir vita verður á morgun, föstudag, mesti sólmyrkvi sem sést hefur á Íslandi í 61 ár. Í Varmahlíðarskóla munu allir nemendur og starfsmenn bregða sér út og berja þennan merkisviðburð augum - þó ekki með berum augum.
Lesa meira
12.03.2015
Í gær fylgdu nemendur 8. - 10. bekkjar keppendum Varmahlíðarskóla í Skólahreysti á Akureyri, en lið skólans lenti í þriðja sæti á eftir Dalvíkingum og Króksurum.
Lesa meira
12.03.2015
S.l. þriðjudag var Stóra upplestrarkeppnin haldin í sal bóknámshússins í FNV og kepptu efstu þrír nemendur hvers skóla í Skagafirði. Það var hún Jódís Helga Káradóttir sem bar sigur úr bítum, en ítarlegri grein birtist á síðu Sveitafélagsins Skagafjarðar.
Lesa meira
10.03.2015
Á morgun, 11. mars, verður Skólahreysti haldin á Akureyri og fylgja nemendur 8. - 10. bekkjar sínu liði. Lagt verður af stað frá skólanum um 8:30 í fyrramálið og komið aftur heim í Varmahlíð kl. 18:40.
Lesa meira
09.03.2015
Ýmislegt er brallað í félagsmálum í Varmahlíðarskóla. Fimmtudaginn 26.febrúar var haldin kökubaksturskeppni á milli bekkja þar sem hver bekkur tefldi fram einu keppnisliði.
Lesa meira
05.03.2015
Stóra Upplestrarkeppnin verður haldin þriðjudaginn 10. mars kl. 17 í sal bóknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þá keppa allir vinningshafar keppninnar úr öllum skólum í Skagafirði. Fyrir hönd Varmahlíðarskóla keppa Jódís Helga, Lilja Margrét og Sindri Hólm en María Sigríður er til vara. Við hvetjum alla sem kunna að meta vel æfðan lestur sagna og ljóða að mæta og styðja okkar fólk.
Lesa meira
03.03.2015
Á fimmtudagskvöldið kl. 20:00 halda nemendur í 10. bekk bingó í Varmahlíðarskóla. Allir gallharðir bingóunnendur eru hvattir til að mæta og styðja 10. bekkinga í fjárölfun þeirra fyrir Danmerkurferðina.
Lesa meira
02.03.2015
Á morgun, þriðjudag, er höfuðfatadagur í Varmahlíðarskóla. Eru þá allir - nemendur og starfsfólk - hvattir til að mæta með höfuðklæðnað af einhverju tagi
Lesa meira
27.02.2015
Hestafræðinám 9. bekkinga lauk í gær eftir fjögurra daga skólavist þeirra á Hólum á svokölluðum Hestadögum háskólans á Hólum.
Lesa meira
24.02.2015
Á fimmtudag í þessari viku kl. 13:00 verður upplestrarkeppnin í 7. bekk haldin í Varmahíðarskóla. Ef veðrið á fimmtudaginn verður samkvæmt núverandi spá og fresta verður öllu skólahaldi, verður keppnin hinsvegar haldin þriðjudaginn 3. mars kl. 13. Vonandi mun þó ekki koma til þess.
Lesa meira