Fréttir

Höfuðfatadagur

Á morgun, þriðjudag, er höfuðfatadagur í Varmahlíðarskóla. Eru þá allir - nemendur og starfsfólk - hvattir til að mæta með höfuðklæðnað af einhverju tagi
Lesa meira

Glaðir 9. bekkingar eftir Hólanám

Hestafræðinám 9. bekkinga lauk í gær eftir fjögurra daga skólavist þeirra á Hólum á svokölluðum Hestadögum háskólans á Hólum.
Lesa meira

Upplestrarkeppnin 2015

Á fimmtudag í þessari viku kl. 13:00 verður upplestrarkeppnin í 7. bekk haldin í Varmahíðarskóla. Ef veðrið á fimmtudaginn verður samkvæmt núverandi spá og fresta verður öllu skólahaldi, verður keppnin hinsvegar haldin þriðjudaginn 3. mars kl. 13. Vonandi mun þó ekki koma til þess.
Lesa meira

Nemandi í Varmahlíðarskóla vinnur eldvarnargetraun

Hákon Kolka í 3. bekk datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann vann getraun Eldvarnaátaks Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í Skagafirði.
Lesa meira

9. bekkur á Hólum

Í dag fóru nemendur í 9. bekk í Hóla í Hjaltadal þar sem þeir verða nemendur hjá nemum á hestabrautinni á Hólum.
Lesa meira

Vetrarfrí framundan

Vetrarfrí í Varmahlíðarskóla verður frá n.k. miðvikudegi til föstudags. Á miðvikudaginn, öskudag, verður foreldrafélagið með skemmtun í íþróttahúsinu sem hefst kl. 13 og stendur til hálfþrjú.
Lesa meira

Söngleikurinn Footloose endursýndur!

N.k. miðvikudag, 11. febrúar, ætla nemendur í eldri bekkjum að endursýna stórverkið Footloose. Sýningin verður að sjálfsögðu í Miðgarði og hefst kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 1.500. Mikill spenningur hefur verið fyrir að sýna verkið aftur, ekki síst hjá þeim sem ekki komust á sjálfa árshátíðina þannig að nemendur ætla að láta slag standa.
Lesa meira

Gjaldskrá hækkar í íþróttamiðstöðinni

Nú hefur gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar verið hækkuð og sést á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira

Samráðsdagur

Á mánudaginn 2. febrúar er samráðsdagur í Varmahlíðarskóla og því engin kennsla. Umsjónarkennarar hafa sent miða og/eða tölvupóst heim með tímasetningum á fundunum. Foreldrar og forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að láta vita ef tilgreindir tímar henta ekki.
Lesa meira

NEMENDUR PÆLA Í HALLGRÍMI PÉTURSSYNI

Nemendur í 1.-6.bekk fóru í samvinnu að tilefni af útgáfu bókarinnar Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur, en hún fjallar um æsku Hallgríms Péturssonar.
Lesa meira