Fréttir

Tvö tónverk úr smiðju nemenda

Í tónmennt í vetur hafa nemendur í 5. og 6. bekk verið að spreyta sig á að setja saman tónverk með aðstoð Kristínar Höllu tónmenntakennara. Hér að neðan er lýsinga á verkunum og hægt er að hlusta á þau með því að smella á bekkina.
Lesa meira

Fjórir Varmhlíðingar í úrslit Nýsköpunarkeppninnar

Í gær fóru fjórir nemendur Varmahlíðarskóla suður í vinnusmiðju í Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en þeirra hugmyndir, ásamt 52 öðrum, voru valdar af 2000 hugmyndum grunnskólanemenda. Verða þeir í smiðjunni alla helgina sem lýkur svo með lokahófi á sunnudaginn 31. maí.
Lesa meira

Þemadagar

Fyrsti dagur þemadaganna gekk afar vel. Yfirskriftin er heimabyggð og voru verkefnin margvísleg.
Lesa meira

Þemavika í næstu viku

Dagarnir 26. - 28. maí eru þemadagar í skólanum. Þá verður dagskráin brotin upp og nemendum skipt í hópa. Heimakstur verður kl. 13:20 þessa daga. Á föstudaginn, síðasta skóladaginn, er vorhátíð og grill, en skólrútur fara heim kl. 12:00 þann dag. Sama kvöld kl. 20:00 eru svo skólaslit Varmahlíðarskóla.
Lesa meira

Sundlaugin opnar á ný

Sundlaugin í Varmahlíð opnar kl. 9:00 í fyrramálið, fimmtudag, eftir margvíslegar endurbætur.
Lesa meira

Footloose diskar til sölu

Diskarnir með Árshátíð eldri bekkja, Footloose, eru til sölu hjá Möggu riddara fyrir kr. 1.500. Ágóði af sölunni rennur til ferðasjóðs 10. bekkjar en það voru nemendur sem unnu með upptökuna, þ.e. klipptu, brenndu diskana og hönnuðu hulstrið.
Lesa meira

Fyrirmyndarverkefni

Í náttúrfræði í vetur tóku nemendur 10. bekkjar fyrir vímuefni. Hver hópur valdi sér eitthvert vímuefni til þess að kynna fyrir samnemum sínum. Verkefnið mátti vinna á ýmsan hátt, t.d. sem skjásýning og fyrirlestur en einnig sem stuttmynd. Hér er verkefni Lilju Haflínu og Rakelar Eirar um áfengi en það er afar fróðlegt og skemmtilegt, svo ekki sé nú meira sagt.
Lesa meira

Körfuboltaspjald á leikvellinum

Í tiltekt inn á myndavél skólans fannst þessi mynd frá því fyrir áramót af nemendum í málmsmíðavali, nýbúnir að festa upp körfuboltaspjald sem Magnús á Brekku gaf skólanum.
Lesa meira

Sveitadagar

Á mánudaginn hefjast sveitadagar en þeir felast í því að nemendur skólans eru í sveitinni heima við, eða hjá ættingjum og vinum, i fjóra daga. Þar munu þeir takast á við þau störf sem til falla, rétta hjálparhönd og vinna samhliða verkefni sem þeir skila í skólann að vikunni lokinni.
Lesa meira

Yngstu nemendur skemmta sér

Fimmtudaginn 7. maí var haldin sameiginleg bekkjarskemmtun hjá 1. – 3. bekk. Krakkarnir komu með leikföng að heiman og léku sér saman, síðan var farin verslunarferð í Kaupfélagið okkar þar sem krakkarnir keyptu sér ís og nammi fyrir 500 kr. Margir þurftu að spá og spekulera heilmikið áður en krónunum var eytt og var ferðin því á margan hátt einnig mjög lærdómsrík.
Lesa meira