17.04.2015
Á mánudaginn n.k. er fyrirhuguð skíðaferð hjá 2., 3. og 9. bekk, ef veður leyfir. Að sjálfsögðu þurfa nemendur að koma með töskurnar sínar ef ferðin verður felld niður.
Lesa meira
10.04.2015
Í gær fóru 1., 4. og 6. bekkur á skíði í Tindastól. Veðrið var með besta móti, sól og peysuhlýtt og færið ágætt þar sem snjór troðinn.
Lesa meira
08.04.2015
Aðalfundur U.Í.Smára verður haldinn í dag, miðvikudaginn 15.apríl kl.18:30 í Varmahlíðarskóla.
Á dagskrá er venjuleg aðalfundarstörf og eru allir velkomnir.
Lesa meira
08.04.2015
Á morgun, fimmtudag, er fyrirhuguð skíðaferð hjá 1., 4. og 6. bekk. Þá er um að gera að allir nemendur mæti vel klæddir á morgun og vopnaðir góða skapinu!
Lesa meira
30.03.2015
Opnunartímar íþróttahússins og sundlaugar eru sem hér segir:
Lesa meira
27.03.2015
Að hádegi í dag voru þeir frekar lúnir en ótrúlega glaðlegir, 10. bekkingarnir sem höfðu nýlokið við sólarhringsíþróttamaraþoni. Maraþonið endaði á hressandi sundspretti og tiltekt í íþróttasalnum.
Lesa meira
26.03.2015
Nú stendur yfir íþróttamaraþon 10. bekkjar en það er liður í fjáröflun nemenda fyrir Danmerkurferð þeirra í vor. Maraþoninu var ýtt úr vör á hefðbundinn hátt, þ.e.a.s. allir nemendur og starfsfólks skólans mættu út í íþróttahús kl. 13:20 og tóku þátt í allskyns leikjum og keppnum. Maraþoni 10. bekkinga lýkur svo sólarhring síðar eða kl. 12:00 á morgun, föstudag.
Lesa meira
23.03.2015
Árshátíð yngri bekkja s.l. laugardag tókst prýðilega, en þá var sýndur söngleikurinn Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur. Eins og áður var árshátíðin tekin upp og verður diskurinn til sölu hjá ritara þegar vinnslu á honum er lokið. Þangað til er hægt að sjá myndir teknar á árshátíðinni sem og generalprufunni.
Lesa meira
23.03.2015
Fyrirhugað er 5. og 10. bekkir skelli sér á skíði á morgun, ef veður leyfir. Sú stefna hefur lengi verið við lýði í skólanum að sem flestir bekkir komist á skíði einu sinni á vetri og er þessi vetur ekki frábrugðinn hinum.
Lesa meira
23.03.2015
Það var merkileg stund þegar allir nemendur og starfsmenn skólans söfnuðust úti á stétt til að bera sólmyrkvann hlífðum augum. Veðrið var með besta móti og því sást deildarmyrkvinn afar vel.
Lesa meira