30.12.2015
Rétt fyrir jólafrí barst skólanum vegleg gjöf frá versluninni Vélaval í Varmahlíð. Það var verslunarstjóri Vélavals, Sigrún Guðlaugsdóttir sem færði nemendum skólans 30 útivesti merktum Varmahlíðarskóla, en þau eru í nokkrum stærðum og passa því nemendum á öllum aldri.
Lesa meira
17.12.2015
Nú á aðventunni hefur ýmislegt verið gert í tilefni jóla. Smellið á ,,Lesa meira" til að sjá myndirnar.
Lesa meira
16.12.2015
Í dag voru stuttmyndir úr vali sýndar fyrir fullum sal af nemendum og starfsfólki. Alls voru 13 myndir tilbúnar til sýningar og finnast þær allar á jútúb.
Lesa meira
12.12.2015
Íþróttamiðstöðinni verður lokað kl 19:00 þann 17.desember vegna jólagleði starfsfólks.
Lesa meira
10.12.2015
Á morgun verður rauður dagur í Varmahlíðarskóla og hvetjum við alla til að klæðast einhverju rauðu. Af því tilefni má líka alveg skella á sig jólahúfu. Smávægileg breyting er á jóladagskránni.
Lesa meira
08.12.2015
Vegir eru enn lokaðir og gert er ráð fyrir áframhaldandi vonskuveðri á aksturssvæði skólabíla. Því fellur skóli niður í dag, þriðjudaginn 8. des.
Lesa meira
07.12.2015
ÁRÍÐANDI SKILABOÐ FRÁ ALMANNAVARNARNEFND:
VIÐ ERUM VINSAMLEGA BEÐIN UM AÐ KOMA ÞEIM SKILABOÐUM Á FRAMFÆRI VIÐ FORELDRA OG STARFSFÓLK AÐ EKKI EIGI AÐ FARA AF STAÐ Í FYRRAMÁLIÐ NEMA BÚIÐ SÉ AÐ GEFA ÚT YFIRLÝSINGU FRÁ ALMANNAVÖRNUM RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA UM AÐ ÓVISSUÁSTANDI SÉ AFLÉTT OG AÐ ÞAÐ SÉ ÓHÆTT AÐ FARA AF STAÐ.
VIÐ MUNUM MIÐLA UPPLÝSINGUM TIL YKKAR MEÐ TÖLVUPÓSTI, Á VEF OG FACEBOOKSÍÐU VARMAHLÍÐARSKÓLA.
Lesa meira
07.12.2015
Nemendum skólans verður ekið heim kl 12:30 í dag vegna slæmrar veðurspár. Skólinn verður lokaður eftir hádegi sem og íþróttahúsi og sundlaug. Spáð er ofsaveðri eða fárviðri á öllu landinu seint í dag og í kvöld. Meta þarf stöðuna í fyrramálið. Það skal þó áréttað að þegar veður er það vont að foreldrar/forsjáraðilar treysta börnum sínum ekki til að fara í skólann þá er það alfarið á valdi foreldranna að taka þá ákvörðun. Engin þörf er á að bíða eftir orðsendingu frá skólanum þar að lútandi. Ef skólahaldi er aflýst er send tilkynning með sms í gegnum mentor, tilkynnt á RÚV og á heimasíðu skólans.
Lesa meira
05.12.2015
Skólahópur leikskólans, svokallaður Úlfahópur, heimsótti 1. bekkj s.l fimmtudag og unnu saman verkefnið Leikur að læra. Þar voru krakkarnir að vinna með rím, stafi og tölustafi. Gekk mjög vel og fannst öllum þetta mjög skemmtileg stund. Kolbrún leikskólakennari stjórnaði verkefnunum en verkefnið Leikur að læra er notað í leikskólanum Birkilundi með skólahópnum.
Lesa meira
04.12.2015
Í nóvembermánuði tóku nemendur í 3. og 4. bekk þátt í svokölluðum Lestrarspretti, en það eru lestur og lestrartengd verkefni sem nemendur vinna heima með foreldrum sínum. Verkefnin voru fjölbreytt, s.s. tímataka á lestri, lesskilningsverkefni, orðaleit og æfingar í hljóðtengingu. Allir nemendur bættu lestrarhraða sinn, allt frá 10 upp í 70 atkvæði milli mánaða, það þykir afar góð framför. Á þessu má sjá hversu mikilvægt samstarf barna og foreldra um lestur er.
Lesa meira