Jóladagskrá - rauður dagur föstudaginn 11. des.

JÓLADAGSKRÁ VARMAHLÍÐARSKÓLA:

Föstud. 11. des. –  Rauður dagur og jólaföndur í vinabekkjum.

Mánud. 14. des. – Jólakortagerð í umsjónarbekkjum, laufabrauðsgerð, úrslit piparkökuhúsasamkeppni og söngur á sal.

Unnið að gerð metnaðarfullra jólakorta. Nemendur eru hvattir til að hafa með sér efni og áhöld til kortagerðar því ekki er víst að efnið sem skólinn útvegar dugi. 

Þriðjud. 15. des. – Samráðsdagur nemenda og forsjáraðila við kennara. Piparkökuhúsin verða til sýnis og kaffihúsastemning í umsjón 10. bekkjar.

Miðvikud. 16. des. – Stuttmyndasýning, verkefni nemenda í vali.

Fimmtud. 17. des. – Undirbúningur stofujóla, generalprufa á helgileik sýnd skólahóp Birkilundar, 1.-4. bekk boðið að á leiksýningu kl 14:00 með Birkilundi, félagsmál elstu nemenda og jóladiskó.

Föstudagur 18. des. – Litlu jólin með hefðbundnu sniði þ.e. helgileikur, sungið og dansað við jólatréð, stofujól í umsjónarbekkjum og hátíðarmatur í hádeginu. Mæting í skólann kl 10:00 og heimferð kl 12:30.

Stofujól í öllum bekkjum eru hátíðleg stund þar sem nemendur koma spariklæddir með kerti og pakka í pakkaskipti (verðmæti u.þ.b. 700-1000 kr.)