Í nóvembermánuði tóku nemendur í 3. og 4. bekk þátt í svokölluðum Lestrarspretti, en það eru lestur og lestrartengd verkefni sem nemendur vinna heima með foreldrum sínum. Verkefnin voru fjölbreytt, s.s. tímataka á lestri, lesskilningsverkefni, orðaleit og æfingar í hljóðtengingu. Allir nemendur bættu lestrarhraða sinn, allt frá 10 upp í 70 atkvæði milli mánaða, það þykir afar góð framför. Á þessu má sjá hversu mikilvægt samstarf barna og foreldra um lestur er.