11.03.2016
Vart hefur farið fram hjá neinum að árshátíð yngri nemenda var haldin s.l. föstudag og tókst með ágætum. Myndir voru teknar á bæði generalprufu og árshátíðinni sjálfri.
Lesa meira
03.03.2016
Föstudaginn 4. mars kl. 15:00 sýnir 1.-6. bekkur Varmahlíðarskóla leikritið Hróa Hött í Miðgarði. Allir velkomnir!
Lesa meira
19.02.2016
Nóg hefur verið að gera hjá nemendum skólans í nýliðinni viku. Skíðaferðin s.l. fimmtudag tókst þrusuvel. Daginn áður höfðu nemendur í 6. bekk heimsótt leikskólann Birkilund og rifjuðu þar upp gamla takta með krökkunum þar. Nokkurt magn af myndum var tekið á báðum dögum sem hægt er að skoða í febrúarmyndaalbúminu.
Lesa meira
17.02.2016
Á morgun stendur til að fara í skíðaferð í Tindastól með 5., 6. og 9. bekk ef veður leyfir. Allir eiga að koma vel klæddir og í góðu skapi. Þegar nemendur koma í skólann fá þeir morgunmat og smyrja sér nesti. Þeir sem ekki eiga skíðaútbúnað fá hann lánaðann í fjallinu. Þeir sem ekki treysta sér á skíði eða bretti geta komið með eða fengið sleða eða slöngur til að renna sér á.
Vinsamlegast takið töskurnar með í skólann ef hætta þyrfti við ferðina.
Lesa meira
09.02.2016
Nemendur í græna hópnum í 2. bekk bökuðu bollur í tilefni bolludagsins. Þeir buðu nemendum í bláa hópnum upp á gómsætar bollur ásamt kennurum sínum. Sérlegur aðstoðarkennari var Fon, skiptinemi skólans frá Tælandi.
Lesa meira
09.02.2016
Vetrarfrí hefst á morgun, miðvikudag og verður fram á föstudag. Skóli hefst svo aftur n.k. mánudag. Fimmtudaginn 11 febrúar verður íþróttahús og sundlaug opið frá 14-21 en lokað á föstudaginn 12. febrúar.
Lesa meira
29.01.2016
Í gær var haldið Grunnskólamót í frjálsum íþróttum í íþróttahúsi Varmahlíðar 6.-10.bekk. Á fimmtudaginn fyrir viku síðan var einnig íþróttamót hjá nemendum í 1. - 5. bekk. Keppendur komu frá Varmahlíðarskóla en einnig frá Árskóla og Grunnskólanum austan vatna.
Heilmikið fjör og stemning var á báðum mótum og var almenn ánægja með þátttöku og skipulag mótanna.
Lesa meira
29.01.2016
Fimmtudaginn 28. janúar fóru 3. og 4. bekkur í heimsókn í Glaumbæ í tengslum við heimilisfræði. Þar tók á móti þeim Sigríður Sigurðardóttir og Inga Katrín Magnúsdóttir. Farið var í gamla bæinn í fylgd Ingu og sagði hún frá geymslu matar hér áður fyrr og sýndi gömul matarílát.
Lesa meira
29.01.2016
Langþráðar myndir birtast nú loks hér á síðunni, frá árshátíð 7. - 10. bekkjar.
Lesa meira
13.01.2016
Þessa dagana stendur yfir árshátíðarundirbúningur í skólanum, en n.k. föstudagskvöld verður söngleikinn 6-tán á (von) LAUSU eftir Gísla Rúnar Jónsson. Að venju eru það nemendur 10. bekkjar sem bera hitann og þungann í verkinu en allir nemendur í 9. bekk gegna einnig hlutverkum, hvort sem er í sviðsljósinu eða baksviðs. Árshátíðin verður á föstudagskvöld kl. 20:00 í Menningarhúsinu Miðgarði, kaffi og meððí verður svo norður í skóla eftir sýningu. Skellt verður upp balli í Miðgarði eftir sýninguna sem stendur til 00:30, en það er Hljómsveit kvöldsins spilar.
Lesa meira