Skíðaferð hjá 5., 6. og 9. bekk á morgun

Á morgun stendur til að fara í skíðaferð í Tindastól með 5., 6. og 9. bekk ef veður leyfir. Allir eiga að koma vel klæddir og í góðu skapi. Þegar nemendur koma í skólann fá þeir morgunmat og smyrja sér nesti. Þeir sem ekki eiga skíðaútbúnað fá hann lánaðann í fjallinu. Þeir sem ekki treysta sér á skíði eða bretti geta komið með eða fengið sleða eða slöngur til að renna sér á.
Vinsamlegast takið töskurnar með í skólann ef hætta þyrfti við ferðina.