Fréttir

Körfuboltaspjald á leikvellinum

Í tiltekt inn á myndavél skólans fannst þessi mynd frá því fyrir áramót af nemendum í málmsmíðavali, nýbúnir að festa upp körfuboltaspjald sem Magnús á Brekku gaf skólanum.
Lesa meira

Sveitadagar

Á mánudaginn hefjast sveitadagar en þeir felast í því að nemendur skólans eru í sveitinni heima við, eða hjá ættingjum og vinum, i fjóra daga. Þar munu þeir takast á við þau störf sem til falla, rétta hjálparhönd og vinna samhliða verkefni sem þeir skila í skólann að vikunni lokinni.
Lesa meira

Yngstu nemendur skemmta sér

Fimmtudaginn 7. maí var haldin sameiginleg bekkjarskemmtun hjá 1. – 3. bekk. Krakkarnir komu með leikföng að heiman og léku sér saman, síðan var farin verslunarferð í Kaupfélagið okkar þar sem krakkarnir keyptu sér ís og nammi fyrir 500 kr. Margir þurftu að spá og spekulera heilmikið áður en krónunum var eytt og var ferðin því á margan hátt einnig mjög lærdómsrík.
Lesa meira

Loksins loksins - síðasta skíðaferðin

Í síðustu viku komust þeir löks á skíði, 2., 3. og 9. bekkir en þetta var þriðja atrenna. Hér að neðan má finna myndir úr ferðinni, en bent er á að inni á myndasíðunni eru myndir frá síðustu þremur skólaárum og safnið orðið þó nokkurt.
Lesa meira

Gaman saman í göngutúr

Mánudaginn 4. maí fóru krakkarnir í skólahópi leikskólans Birkilundar og nemendur 1. – 3. bekkjar Varmahlíðarskóla í sameiginlega gönguferð. Gengið var niður að Hestavígshamrinum neðan við Víðimel.
Lesa meira

Geðorðin 10

Fyrir nokkru fór af stað vinna í öllum bekkjum - og meðal starfsfólks - með geðorðalistann góða sem Geðrækt gaf út fyrir nokkrum árum. Hver bekkur fékk úthlutað einu geðorði, eða setningu til að vinna með, og sýndu þeir svo afraksturinn í setustofunni nú nýverið.
Lesa meira

Útskriftaferðin - síðasta sýning

Á morgun, þriðjudag sýnir leiklistaval Útskriftaferðina í allra síðasta sinn. Sýning verður kl. 12:30 í Menningarhúsinu Miðgarði og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Sundlaug lokað

Þann 27.apríl mun sundlauginni í Varmahlíðl verða lokað vegna viðhalds.Tækjasalur og Íþróttasalur eru opnir eftir sem áður. Opnun verður auglýst þegar viðhaldi og hreinsun er lokið inn á heimasíðu skólans og sveitafélagsins.
Lesa meira

4. bekkur fræðir um sólkerfið

Nemendur í 4. bekk héldu kynningu á sólkerfinu fyrir foreldra sína, starfsfólk og nemendum úr 2., 3. og 5. bekk. Þeir voru með skjásýningar um pláneturnar og sólina, sýndu myndverk af sólkerfinu og buðu svo upp á kaffi og meððí sem þeir höfðu útbúið í heimilisfræði.
Lesa meira

Vel heppnuð Þjóðleikshátíð Á Egilsstöðum

12 nemendur í leiklistavali skólans sneru kátir heim á laugardagskvöldið, eftir tveggja daga hátíðarhöld á Egilsstöðum. Hátíðin er lokahnikkurinn í þátttöku hópsins í verkefninu Þjóðleikur sem er á vegum Þjóðleikhússins. Á hátíðinni sýndi hópurinn leikritið Útskriftaferðina eftir Björk Jakobsdóttur en á hátíðinni voru átta aðrir leikhópar, þ.á.m. frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Lesa meira