Fréttir

Varmhlíðingar unnu Stíl

Fjórar stúlkur úr Varmahlíðarskóla unnu undankeppni Stíls hjá fèlagsmiðstöðinni Frið sem haldin var s.l. mánudag. Sex lið tóku þàtt í ár, þar af þrjú lið héðan úr skólanum. Vinningshafarnir verða fulltrúar Friðs í Hörpu þann 28.nóvember n.k. Til hamingju Þórkatla, Álfrún Lilja, Thelma Björkog Ása Sóley.
Lesa meira

Glímukappar komu, sáu og sigruðu

Þrír nemendur úr skólanum stóðu sig með prýði á Íslandsmeistaramóti í glímu 15 ára og yngri, sem haldið var í Njarðvík um síðustu helgi. Guðmundur Smári hreppti 1. sæti í flokki 13 ára, en í flokki 14 ára lenti Þórir Árni í öðru sæti og Skarphéðinn Rúnar í 3. sæti.
Lesa meira

Vinadagurinn

Vinadagurinn var haldinn hátíðlegur í Árskóla fjórða sinn, miðvikudaginn 14. október. Þá hittust allir nemendur og starfsmenn grunnskólanna í Skagafirði, ásamt skólahópum úr leikskólum fjarðarins.
Lesa meira

Glímukappar í keppnisferðalag

Á morgun fylgir Karl glímuþjálfari Lúðvíksson þremur nemendum til Njarðvíkur en þar taka þeir þátt í Meistaramóti Íslands 15 ára og yngri. Þetta eru þeir Þórir Árni og Skarphéðinn í 9. bekk og Guðmundur Smári í 8. bekk.
Lesa meira

Kökubasar!

Í dag kl. 14:00 verður 10. bekkur með dýrindis kökubasar til fjáröflunar Danmerkurferðar í vor. Að venju er úrvalið fjölblreytt, frá gerbrauði til skrautlegra hnallþóra. Allir velunnarar skólans sem og aðrir sælkerar eru hvattir til að mæta.
Lesa meira

Sundlaugin lokuð þriðjud. 27. okt.

Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð þriðjudaginn 27.okt. vegna viðgerðar. Íþróttahúsið verður opið svo æfingar raskast ekki.
Lesa meira

Bollustelpa með smjöri

Ýmislegt kemur úr ofnum heimilisfræðistofunnar. Í gær bökuðu krakkarnir í 3. bekk bollustelpu og fóru með í stofuna sína. Þar buðu þeir nemendum 4. bekk með sér, en 3. og 4. bekkir eru í samkennslu að öllu jöfnu.
Lesa meira

1. bekkur leikur sér

Um daginn fengu nemendur í 1. bekk lausan tauminn í setustofu. Að venju voru það Kapla kubbarnir svokölluðu sem áttu hug krakkana og náðist mynd af einu hæsta mannvirki sem þeir hafa verið notaðir í.
Lesa meira

Nemendaráð fullskipað

Í dag lauk kosningum til nemendaráðs. Frambjóðendur í 10. bekk fluttu framboðsræður sínar fyrir nemendur í 7. - 10. bekk en nemendur úr 8. - 10. bekk kusu svo formenn til nemendaráðs. Þeir sem kosnir voru í ráðið eru:
Lesa meira

Vetrarfrí

Fimmtudag og föstudag - 15. og 16. október - er vetrarfrí í Varmahlíðarskóla. Sjáumst hvíld og endurnærð á mánudaginn 19. október.
Lesa meira