07.12.2015
Nemendum skólans verður ekið heim kl 12:30 í dag vegna slæmrar veðurspár. Skólinn verður lokaður eftir hádegi sem og íþróttahúsi og sundlaug. Spáð er ofsaveðri eða fárviðri á öllu landinu seint í dag og í kvöld. Meta þarf stöðuna í fyrramálið. Það skal þó áréttað að þegar veður er það vont að foreldrar/forsjáraðilar treysta börnum sínum ekki til að fara í skólann þá er það alfarið á valdi foreldranna að taka þá ákvörðun. Engin þörf er á að bíða eftir orðsendingu frá skólanum þar að lútandi. Ef skólahaldi er aflýst er send tilkynning með sms í gegnum mentor, tilkynnt á RÚV og á heimasíðu skólans.
Lesa meira
05.12.2015
Skólahópur leikskólans, svokallaður Úlfahópur, heimsótti 1. bekkj s.l fimmtudag og unnu saman verkefnið Leikur að læra. Þar voru krakkarnir að vinna með rím, stafi og tölustafi. Gekk mjög vel og fannst öllum þetta mjög skemmtileg stund. Kolbrún leikskólakennari stjórnaði verkefnunum en verkefnið Leikur að læra er notað í leikskólanum Birkilundi með skólahópnum.
Lesa meira
04.12.2015
Í nóvembermánuði tóku nemendur í 3. og 4. bekk þátt í svokölluðum Lestrarspretti, en það eru lestur og lestrartengd verkefni sem nemendur vinna heima með foreldrum sínum. Verkefnin voru fjölbreytt, s.s. tímataka á lestri, lesskilningsverkefni, orðaleit og æfingar í hljóðtengingu. Allir nemendur bættu lestrarhraða sinn, allt frá 10 upp í 70 atkvæði milli mánaða, það þykir afar góð framför. Á þessu má sjá hversu mikilvægt samstarf barna og foreldra um lestur er.
Lesa meira
03.12.2015
10. bekkur Varmahlíðarskóla verður með sitt árlega jólabingó í matsal skólans, föstudaginn 4. desember kl 17:00. Fjölbreyttir og flottir vinningar að vanda. Veitingar verða seldar í hléi.
Allir velkomnir og vonumst við til að sjá ykkur sem flest.
Lesa meira
01.12.2015
Hún Ása Sóley Ásgeirsdóttir í 10. bekk hlaut verðlaun síðastliðinn laugardag fyrir verkefni Forvarnardagsins. Af því tilefni var henni boðið til síðdegisboðs á Bessastöðum, ásamt fjölskyldu og skólastjóra. Verðlaunin voru veitt fyrir að leysa netratleik en sex nemendum tókst verkið, þremur grunnskólanemendum og þremur framhaldsskólanemendum. Athöfnin var hin virðulegasta, Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti verðlaunin og sagði frá þeim góða árangri sem náðst hefur með Forvarnardeginum.
Lesa meira
30.11.2015
Á morgun, 1. desember, er fullveldisdagur okkar íslendinga en eins og margir vita fékk Ísland fullveldi frá Danmörku árið 1918. Í tilefni dagsins hvetjum við alla - nemendur og starfsfólk - að mæta í fínni fötunum.
Lesa meira
26.11.2015
Síðastliðna helgi mættu fjögur ungmenni úr landsliði Íslands í frjálsum íþróttum fatlaðra, í Varmahlíð til að vera við æfingar í íþróttahúsinu og sundlauginni. Með þeim í í för var landsliðsþjálfarinn Kári Jónsson ásamt fríðu föruneyti.Var vel tekið á í ræktinni og einnig stunduðu þau styktar-, tækni- og þrekæfingar í salnum.
Lesa meira
26.11.2015
Þessa viku er eldvarnarvikan í 3. bekk. Af því tilefni komu slökkviliðsmenn frá Sauðárkróki til okkar í dag og kynntu fyrir okkur eldvarnir og sýndu fræðslumynd. Einnig dreifðu þeir eldvarnargetrauninni og færðu krökkunum smá gjafir.
Lesa meira
19.11.2015
Minnum á Aðventuhátíð foreldrafélagsins n.k. laugardag 21.nóvember kl. 13-15. Ýmislegt skemmtilegt föndur í boði; tálgun, jólakort, pappírsföndur, perl, piparkökuskreytingar og fleira. 10.bekkur selur kaffi, kakó og vöfflur til styrktar ferðasjóði sínum og tónlistaratriði verða frá tónlistarskólanum. Allir velkomnir og við hvetjum foreldra og aðstandendur að koma og eiga skemmtilega stund með börnum sínum. Gott væri að koma með pennaveskið með lími, skærum og litum.
Bestu kveðjur frá foreldrafélaginu.
Lesa meira
18.11.2015
Margir nemendur í Varmahlíðarskóla eru gæddir sjálfsbjargarviðleitni. Um daginn áskotnaðist 7. bekkingum sófi hjá Sigrúnu umsjónarkennara sínum en nokkrir úr bekknum örkuðu til kennarans og sóttu gripinn. Atburðurinn náðist á mynd.
Lesa meira