Fréttir

Áheitahlaup á miðvikudag

Nú styttist óðum í áheitahlaup 7. og 8. bekkjar til styrktar Ívari Elí Sigurjónssyni. Síðastliðna daga hafa nemendur ekki slegið slöku við og safnað áheitum og styrkjum með miklum krafti. Á miðvikudaginn kl. 9:00 leggja svo fyrstu hlauparar af stað frá skólanum og verða svo alltaf einhverjir á hlaupum allan daginn þar til síðustu menn snúa aftur til skólans um kvöldmatarleytið.
Lesa meira

Fyrsta sætið í stærðfræðikeppni

Stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkja fór fram í FNV föstud. 15. apríl. Það var Friðrik Snær Björnsson, nemandi okkar í Varmahlíðarskóla, sem sigraði keppnina.
Lesa meira

Varmhlíðingur vann stóru upplestrarkeppnina

Þriðjudaginn 12. apríl fóru fram úrslit í Stóru upplestrarkeppninni í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Tólf nemendur úr fjórum skólum tóku þátt auk varamanns frá hverjum skóla. Nemendur lásu valda texta og ljóð auk ljóðs að eigin vali.
Lesa meira

Sumarafleysingar í sundlauginni

Sveitafélagið Skagafjörður auglýsir eftir starfsmanni til afleysinga í sundlauginni í Varmahlíð. Þeir sem hafa áhuga geta smellt á linkinn hér að neðan.
Lesa meira

Náðum 3. sæti í Skólahreysti

Miðvikudaginn 16. mars fór undankeppni Norðurlandsriðils Skólahreysti fram í íþróttahöllinni á Akureyri. Dagmar Ólína, Dalmar Snær, Hanna Rún og Jón Gylfi kepptu fyrir hönd Varmahlíðarskóla og öflugt stuðningslið úr 8.-10. bekk hvatti þau dyggilega. Skemmst er frá því að segja að Varmahlíðarskóli hreppti 3. sætið eftir harða keppni og verður það að teljast afar viðunandi árangur miðað við heilsufar keppenda dagana á undan. Í ljósi þessa árangus má fyllilega sjá að Varmahlíðarskóli er á góðri leið með að skapa sér nafn í þessari keppni og í framtíðinni mun markið ávallt vera sett á eitt af þremur efstu sætunum.
Lesa meira

Þrír nemendur Varmahlíðarskóla í úrslit stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar

Forkeppni Stærðfræðikeppni 9. bekkinga 2016 var haldin í mars. Keppnin er samstarfsverkefni FNV og MTR við grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og á Dalvík. Að þessu sinni tóku 109 nemendur þátt. 15 efstu nemendurnir taka þátt í úrslitakeppni sem fer fram 15 .apríl í Bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki. Þrír nemendur Varmahlíðarskóla komust áfram í úrslit, það eru: Ari Óskar Víkingsson, Ellert Kárason og Friðrik Snær Björnsson. Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Lesa meira

Upplestrarhátíð 7. bekkjar Varmahlíðarskóla

Nemendur í 7. bekk Varmahlíðarskóla tóku þátt í upplestararhátíð þann 10. mars s.l. Nemendur lásu texta og ljóð af eigin vali sem þau höfðu undirbúið og æft undir leiðsögn Sigrúnar Benediktsdóttur umsjónarkennara. Allir þátttakendur stóðu sig frábærlega.
Lesa meira

Skólahreysti - áfram Varmahlíðarskóli!

Næstkomandi miðvikudag verður undankeppni í Skólahreysti haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 13:00. Þá fara nemendur í 8. - 10. bekk norður til að styðja okkar fólk í keppninni. Að venju verður ferðin nýtt í skólaheimsóknir hjá nemendum 10. bekkjar, en þeir fara í kynningar til VMA og MA. Á meðan skella nemendur í 8. og 9. bekk sér í keilu. Eftir keppnina fara allir út að borða á veitingastaðinn Greifann. Á síðunni krakkaruv.is er hægt að finna myndbandskynningar af liðum, þar á meðal Varmahlíðarskóla.
Lesa meira

Samráðsdagur

Þriðjudaginn 15. mars verður samráðsdagur í skólanum. Nú ættu allir foreldrar og forráðamenn að hafa fengið póst frá umsjónarkennurum barna sinna um fundartíma, ef hann hentar ekki er gott að hafa samband sem fyrst til að fá honum breytt. Þriðjudaginn 15. mars verður samráðsdagur í skólanum, nú ættu allir foreldrar og forráðamenn að hafa fengið tölvupóst með fundartímum. Gert er ráð fyrir að nemendur mæti með foreldrum sínum þar sem þessi dagur er skóladagur í dagatali nemenda.
Lesa meira

BINGÓ! Páskabingó!

Í kvöld kl. 20:00 halda 10. bekkingar páskabingó í matsal skólans. Spjaldið kostar kr. 500 en athugið að enginn posi er á staðnum. Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.
Lesa meira