Fyrsta sætið í stærðfræðikeppni

Stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar hefur verið haldin árlega í 19 ár. Úrslitakeppnin fór fram föstud. 15. apríl. Stærðfræðikennarar í FNV sáu um samningu og yfirferð keppnisgagna, en grunnskólarnir um fyrirlögn í undankeppni. Undankeppni fór fram í mars og komust 17 nemendur áfram í úrslitakeppnina. Af þeim komu þrír nemendur frá Varmahlíðarskóla, þeir Ari Óskar Víkingsson, Ellert Kárason og Friðrik Snær Björnsson. Allir þátttakendur fengu viðurkenningar og gjafir fyrir þátttökuna.  Verðlaun voru vegleg að vanda. Í fyrsta sæti var Friðrik Snær Björnsson, Varmahlíðarskóla, í öðru sæti Þorri Þórarinsson, Árskóla og í þriðja sæti var Jón Örn Eiríksson, Grunnskólanum austan Vatna.