Miðvikudaginn 16. mars fór undankeppni Norðurlandsriðils Skólahreysti fram í íþróttahöllinni á Akureyri.
Dagmar Ólína, Dalmar Snær, Hanna Rún og Jón Gylfi kepptu fyrir hönd Varmahlíðarskóla og öflugt stuðningslið úr 8.-10. bekk hvatti þau dyggilega. Skemmst er frá því að segja að Varmahlíðarskóli hreppti 3. sætið eftir harða keppni og verður það að teljast afar viðunandi árangur miðað við heilsufar keppenda dagana á undan. Í ljósi þessa árangus má fyllilega sjá að Varmahlíðarskóli er á góðri leið með að skapa sér nafn í þessari keppni og í framtíðinni mun markið ávallt vera sett á eitt af þremur efstu sætunum.
Myndir frá keppninni má sjá hér á vef Landsbankans