Fréttir

Skólabílar aka nema enn er beðið í Lýtingsstaðahrepp

Uppfært kl. 09:35 Skólaakstur í Lýtingsstaðahrepp (bíll Indriða) mun ekki aka í dag. Skólabílar aka nú af stað, nema enn er beðið átekta með akstur í Lýtingsstaðahrepp (Indriði). Vek þó athygli forráðamanna á að meta stöðuna og láta vita í skólann ef ákvörðun er tekin um að barn verði heima.
Lesa meira

Beðið með skólaakstur, staðan metin aftur kl. 8:00

Beðið er átekta með skólaakstur, vonandi dugar að fresta akstri. Staðan metin aftur kl. 8:00
Lesa meira

Árshátíð 1.-6. bekkjar í Miðgarði

Föstudaginn 18. nóvember kl. 16:00 sýnir 1.-6. bekkur Varmahlíðarskóla leikritið Ávaxtakörfuna í Miðgarði. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Kaffiveitingar að lokinni sýningu. Allir velkomnir og við minnum á að frístundastrætó ætlar að aka frá Sauðárkróki og Hofsósi.
Lesa meira

Óperan Baldursbrá flutt í setustofu

Ævintýraóperan Baldursbrá var flutt í setustofunni í dag, en það er verkefnið List fyrir alla sem stendur fyrir viðburðinum. Höfundar óperunnar eru Gunnsteinn Ólafsson og Böðvar Guðmundsson.
Lesa meira

Foreldrafundur um lestur og læsi

Í tengslum við árlegan fræðsludag starfsmanna leik-, grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar þann 11. nóvember n.k., sem að þessu sinni er helgaður lestri og læsi, er boðað til funda með foreldrum barna í Skagafirði. Fulltrúar úr læsisteymi Menntamálastofnunar mæta á fundina og fjalla um mikilvægi þess að taka virkan þátt í lestrarnámi barna sinna frá unga aldri. Nú er verið að leggja lokahönd á sérstaka læsisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og eru fundir þessir liðir í þeirri vinnu
Lesa meira

Kökubasar!

Á morgun, föstudag, halda nemendur 10. bekkjar dýrindis kökubasar til styrktar ferðasjóð sínum. Hefst hann kl. 14:00 niðri í Kaupfélaginu í Varmahlíð og stendur yfir þar til síðasta sort er seld.
Lesa meira

Lokun í íþróttahúsinu og sundlaug

Á föstudaginn 21. október verður íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð lokað vegna vetrarfrís í skólanum.
Lesa meira

Heilsueflandi skóli

Teymið í Heilsueflandi skóla hittist á stuttum fundi nú í vikunni, en vetur verður áherslan lögð á lífsleikni. Þann 8. september síðastliðinn var haldinn hreyfidagur í skólanum. Þá var boðið upp á ýmsar stöðvar s.s. hoppudýnu, leiki á íþróttavelli, minigolf, bátafjör í sundlauginni og loftbolta í íþróttahúsinu. Stefnt verður að því að fá fræðslu um sjálfsmynd og sjálfstyrkingu fyrir nemendur á unglingastig nú í vetur.
Lesa meira

Kennaraþing 7. október

Á morgun, föstudag, verður kennaraþing á Norðurlandi vestra haldið á Hvammstanga og því er engin kennsla.
Lesa meira

Nýtt nemendaráð

Í gær lauk kosningum í nemendaráð í Varmahlíðarskóla. Í hverjum bekk höfðu 4 - 8 nemendur boðið sig fram og héldu framboðsræður fyrir sína bekki. Undantekningin voru þó frambjóðendur 10. bekkjar sem fluttu sitt framboð fyrir alla nemendur í 7. - 10. bekk. Í kjölfarið kusu svo nemendur úr 8. - 10. bekk. Nýtt nemendaráð er eftirfarandi:
Lesa meira