Fréttir

Skólahreysti - áfram Varmahlíðarskóli!

Næstkomandi miðvikudag verður undankeppni í Skólahreysti haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 13:00. Þá fara nemendur í 8. - 10. bekk norður til að styðja okkar fólk í keppninni. Að venju verður ferðin nýtt í skólaheimsóknir hjá nemendum 10. bekkjar, en þeir fara í kynningar til VMA og MA. Á meðan skella nemendur í 8. og 9. bekk sér í keilu. Eftir keppnina fara allir út að borða á veitingastaðinn Greifann. Á síðunni krakkaruv.is er hægt að finna myndbandskynningar af liðum, þar á meðal Varmahlíðarskóla.
Lesa meira

Samráðsdagur

Þriðjudaginn 15. mars verður samráðsdagur í skólanum. Nú ættu allir foreldrar og forráðamenn að hafa fengið póst frá umsjónarkennurum barna sinna um fundartíma, ef hann hentar ekki er gott að hafa samband sem fyrst til að fá honum breytt. Þriðjudaginn 15. mars verður samráðsdagur í skólanum, nú ættu allir foreldrar og forráðamenn að hafa fengið tölvupóst með fundartímum. Gert er ráð fyrir að nemendur mæti með foreldrum sínum þar sem þessi dagur er skóladagur í dagatali nemenda.
Lesa meira

BINGÓ! Páskabingó!

Í kvöld kl. 20:00 halda 10. bekkingar páskabingó í matsal skólans. Spjaldið kostar kr. 500 en athugið að enginn posi er á staðnum. Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.
Lesa meira

Hrói höttur myndaður bak og fyrir

Vart hefur farið fram hjá neinum að árshátíð yngri nemenda var haldin s.l. föstudag og tókst með ágætum. Myndir voru teknar á bæði generalprufu og árshátíðinni sjálfri.
Lesa meira

Árshátíð 1.-6. bekkjar í Miðgarði

Föstudaginn 4. mars kl. 15:00 sýnir 1.-6. bekkur Varmahlíðarskóla leikritið Hróa Hött í Miðgarði. Allir velkomnir!
Lesa meira

Skíðaferð og leikskólinn heimsóttur

Nóg hefur verið að gera hjá nemendum skólans í nýliðinni viku. Skíðaferðin s.l. fimmtudag tókst þrusuvel. Daginn áður höfðu nemendur í 6. bekk heimsótt leikskólann Birkilund og rifjuðu þar upp gamla takta með krökkunum þar. Nokkurt magn af myndum var tekið á báðum dögum sem hægt er að skoða í febrúarmyndaalbúminu.
Lesa meira

Skíðaferð hjá 5., 6. og 9. bekk á morgun

Á morgun stendur til að fara í skíðaferð í Tindastól með 5., 6. og 9. bekk ef veður leyfir. Allir eiga að koma vel klæddir og í góðu skapi. Þegar nemendur koma í skólann fá þeir morgunmat og smyrja sér nesti. Þeir sem ekki eiga skíðaútbúnað fá hann lánaðann í fjallinu. Þeir sem ekki treysta sér á skíði eða bretti geta komið með eða fengið sleða eða slöngur til að renna sér á. Vinsamlegast takið töskurnar með í skólann ef hætta þyrfti við ferðina.
Lesa meira

Bolla! Bolla!

Nemendur í græna hópnum í 2. bekk bökuðu bollur í tilefni bolludagsins. Þeir buðu nemendum í bláa hópnum upp á gómsætar bollur ásamt kennurum sínum. Sérlegur aðstoðarkennari var Fon, skiptinemi skólans frá Tælandi.
Lesa meira

Vetrarfrí skólans og íþróttamiðstöðvar

Vetrarfrí hefst á morgun, miðvikudag og verður fram á föstudag. Skóli hefst svo aftur n.k. mánudag. Fimmtudaginn 11 febrúar verður íþróttahús og sundlaug opið frá 14-21 en lokað á föstudaginn 12. febrúar.
Lesa meira

Grunnskólamót á vikufresti

Í gær var haldið Grunnskólamót í frjálsum íþróttum í íþróttahúsi Varmahlíðar 6.-10.bekk. Á fimmtudaginn fyrir viku síðan var einnig íþróttamót hjá nemendum í 1. - 5. bekk. Keppendur komu frá Varmahlíðarskóla en einnig frá Árskóla og Grunnskólanum austan vatna. Heilmikið fjör og stemning var á báðum mótum og var almenn ánægja með þátttöku og skipulag mótanna.
Lesa meira