Fréttir

Heilsueflandi skóli

Teymið í Heilsueflandi skóla hittist á stuttum fundi nú í vikunni, en vetur verður áherslan lögð á lífsleikni. Þann 8. september síðastliðinn var haldinn hreyfidagur í skólanum. Þá var boðið upp á ýmsar stöðvar s.s. hoppudýnu, leiki á íþróttavelli, minigolf, bátafjör í sundlauginni og loftbolta í íþróttahúsinu. Stefnt verður að því að fá fræðslu um sjálfsmynd og sjálfstyrkingu fyrir nemendur á unglingastig nú í vetur.
Lesa meira

Kennaraþing 7. október

Á morgun, föstudag, verður kennaraþing á Norðurlandi vestra haldið á Hvammstanga og því er engin kennsla.
Lesa meira

Nýtt nemendaráð

Í gær lauk kosningum í nemendaráð í Varmahlíðarskóla. Í hverjum bekk höfðu 4 - 8 nemendur boðið sig fram og héldu framboðsræður fyrir sína bekki. Undantekningin voru þó frambjóðendur 10. bekkjar sem fluttu sitt framboð fyrir alla nemendur í 7. - 10. bekk. Í kjölfarið kusu svo nemendur úr 8. - 10. bekk. Nýtt nemendaráð er eftirfarandi:
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Á morgun þriðjudag ætlum við að hlaupa Norræna skólahlaupið eftir morgunmat. Nemendur er beðnir um að koma búnir eftir veðri og vel skóaðir. Hefð er fyrir því að skella sér í sundlaugina eftir hlaupið og því þurfa allir að hafa með sér sundföt. Fyrsti tími fyrir morgunmat sem og tímar eftir hádegi eru samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Opnun bókasafnsins

Bókasafn skólans verður opið fyrir almenning mánudaga og fimmtudaga kl. 14:00 – 16:00. Allir eru velkomnir.
Lesa meira

Haustfundir um skólastarf Varmahlíðarskóla

Haust- og kynningafundir fyrir foreldra og forsjáraðila verða miðvikudaginn 14. september kl. 15:00-16:00 í Varmahlíðarskóla. Fundirnir eru blanda af fræðslu, spjalli og samveru sem er okkur afar mikilvæg til að efla og treysta tengslin milli skólans og heimilanna.
Lesa meira

Fjölmiðlaval í Varmahlíðarskóla

Á haustdögum var boðið upp á nýtt valnámskeið í Varmahlíðarskóla - svokallað Fjölmiðlaval. Meginmarkmið námskeiðsins er að gera nemendur upplýstari um góða fréttamennsku og leiðir til að miðla fréttum. Áætlað er að afrakstur valtímanna nýtist sem fréttaveita úr daglegu lífi nemenda og starfsfólks Varmahlíðarskóla
Lesa meira

Leikhópurinn Bíbí og blaka sýnir listir sínar

Síðastliðna viku dvaldi Leikhópurinn Bíbí og blaka í íþróttahúsinu við æfingar á sýningu sem fyrirhugað er að sýna í Reykjavík á haustdögum. Á föstudaginn fengu nemendur og starfsfólk að sjá afrakstur æfinganna á sérstakri sýningu sem sett var upp fyrir þau.
Lesa meira

1. bekkingar heimsækja Birkilund

Fyrsta heimsókn Gaman saman verkefnisins fór fram í síðustu viku þegar 1. bekkingar heimsóttu gamla leikskólann sinn, Birkilund. Urðu þar miklir fagnaðarfundir og var vel tekið á móti þeim af bæði börnum og starfsfólki. Krakkarnir léku úti með leikskólabörnunum og nutu veðurblíðunnar. Nokkrar myndir voru teknar í heimsókninni.
Lesa meira

Valgreinar haustið 2016

Í morgun fengu nemendur í 8. - 10. bekk kynningu á þeim valgreinum sem í boði eru fyrir áramót. Hér að neðan er hægt að sjá valgreinaheftið og eyðublað fyrir nemendur.
Lesa meira