Fréttir

Myndir frá Mamma Mia

Varla þarf að segja frá velgengni árshátíðar 7. - 10. bekkjar þann 13. janúar síðastliðinn, sem og aukasýningu í vikunni á eftir. Þó hafa engar myndir birst af sýningunum og skal nú bætt úr því. Í dag birtist aðsend grein um sýninguna á netmiðlinum feykir.is, sem gaman var að lesa. Hér að neðan má sjá slóð með myndunum og greinina í Feyki.
Lesa meira

Niðurstöður úr einelstiskönnun Olweusar

Nú liggja fyrir niðurstöður úr einelstiskönnun Olweusar. Þær voru kynntar starfsfólki og nemendum í síðustu viku.
Lesa meira

Mamma Mia - aukasýning!

Vegna góðrar aðsóknar og fjölda áskorana verður aukasýning á söngleiknum Mamma Mia í Miðgarði, fimmtudaginn 19. janúar kl. 17:00. Takk fyrir frábærar viðtökur!
Lesa meira

Árshátíð 7.-10. bekkjar - MAMMA MIA!

Unglingar Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn Mamma Mia í Miðgarði föstudaginn 13. janúar kl. 20:00.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár!

Kæru nemendur, aðstandendur og samstarfólk nær og fjær. Vonandi hafið þið öll átt gleðilega jálahátíð. Við sendum okkar bestu óskir um farsælt nýtt ár með þökkum fyrir góðar stundir og samstarf á síðasta ári. Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 3. janúar 2017 samkvæmt stundaskrá. Jólakveðja, starfsfólk Varmahlíðarskóla.
Lesa meira

Valgreinar vorið 2017

Valgreinar vorannar voru kynntar fyrir nemendum 8.-10. bekkjar í dag.
Lesa meira

Jólaföndur vinabekkja

Í dag hittust vinabekkir skólans og skelltu sér í árlegt jólaföndur. Vinabekkirnir hittast a.m.k. tvisvar á ári til að treysta böndin og taka þátt í ýmsum verkefnum, t.d. unnu bekkirnir saman að verkefni sem tengdist Olweusardeginum s.l. nóvember. Ýmislegt var föndrað í dag - þæft jólaskraut, óróa, gluggaskraut ofl. Myndir eru af herlegheitunum....
Lesa meira

Yndislestur

Yndislestur hefst í Varmahlíðarskóla mánudaginn 12. desember og mun verða stundaður af öllum nemendum og starfsfólki á hverjum skóladegi út þetta skólaár. Í tilefni þess er ekki úr vegi að rifja upp með myndrænum hætti gildi þess fyrir orðaforða og málþroska að lesa reglulega.
Lesa meira

BINGÓ! BINGÓ! BINGÓ!

Í dag, föstudag, kl. 17:00 heldur 10. bekkur jólabingó til styrktar ferðarsjóðs þeirra. Fjölmargir og fjölbreyttir vinningar eru í boði og eru allir velkomnir. Fjölbreyttir og flottir vinningar! Spjaldið er á kr. 500, sjoppa á staðnum en enginn posi.
Lesa meira

Ýmislegt brallað í nóvember

Nóvembermánuður hefur verið býsna viðburðarríkur eins og myndasería mánaðarins sýnir (smellið á ,,lesa meira"). Söngvarar og píanóleikari gáfu tóndæmi af óperunni Baldursbrá sem sýnd var í Hörpu veturinn 2015, Sabína Halldórsdóttir landsfulltrúi hjá UMFÍ heimsótti 7. - 10. bekk, sem og tveir fulltrúar frá Rauða Krossinum...
Lesa meira