25.08.2017
Í morgun fengu unglingar í 8.-10. bekk kynningarfund um valgreinar sem verða í boði á skólaárinu. Frekari upplýsingar má sjá í valgreinahefti á heimasíðu.
Lesa meira
21.08.2017
Vegna hreinsunar verður sundlaug Varmahlíðar lokuð frá miðvikudegi 23. ágúst til og með sunnudegi 27. ágúst. Vetraropnun hefst síðan mánudaginn 28. ágúst og þá er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-21:00, föstudaga kl. 09:00-14:00 og á laugardögum og sunnudögum kl. 10:00-15:00. Frá 1. október verður sundlaugin lokuð á sunnudögum.
Lesa meira
18.08.2017
Kæru nemendur og foreldrar,
nú styttist í skólabyrjun. Vonandi hafa allir notið sumarleyfisins og mæta hressir til starfa í haust.
Varmahlíðarskóli verður settur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 14:00.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Starfsfólk Varmahlíðarskóla.
Lesa meira
16.08.2017
Frá og með þessu skólaári sem nú gengur í garð verða námsgögn nemendum að kostnaðarlausu. Þessi ákvörðun var tekin á nú í byrjun ágúst og bætast þá sveitafélögin í Skagafirði við 22 önnur sveitafélög á landinu sem hafa ákveðið að greiða námsögn fyrir nemendur.
Lesa meira
26.06.2017
Skóladagatal 2017-2018 er komið á heimasíðu skólans.
Skólastarf hefst með starfsmannafundi miðvikudaginn 15. ágúst. Skólasetning verður miðvikudaginn 23. ágúst, tímasetning nánar auglýst á vef skólans þegar nær dregur.
Kveðja,
skólastjórnendur.
Lesa meira
17.06.2017
Á þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní, er sundlaugin opin kl. 10:30-18:00.
Þriðjudaginn 20. júní verður opið kl. 16:00-21:00 vegna björgunarsundprófa starfsfólks.
Lesa meira
09.06.2017
Innritun nýrra nemenda stendur yfir fyrir skólaárið 2017-2018.
Lesa meira
27.05.2017
Vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks verður skrifstofa skólans lokuð frá 29. maí til 2. júní. Hefðbundin opnun eftir Hvítasunnu.
Lesa meira
24.05.2017
Skólaslit Varmahlíðarskóla og útskrift 10. bekkjar verður við hátíðlega athöfn í Miðgarði kl. 20:00 í kvöld, miðvikudaginn 24. maí. Dagskrá er hefðbundin, skólastjóri og aðstoðarskólastjóri fara yfir starf vetrarins. Formenn nemendaráðs flytja ávörp og tónlistaratriði eru flutt. Allir nemendur fá afhent sín vitnisburðarskírteini. Hápunktur athafnarinnar er útskrift 10. bekkjar og afhending viðurkenninga.
Kaffiveitingar í skólanum að athöfn lokinni.
Lesa meira
19.05.2017
Að þessu sinni komust 4 nemendur Varmahlíðarskóla áfram í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Dómnefnd NKG valdi 25 hugmyndir sem komust í svokallaða vinnusmiðju og keppa til úrslita. Hugmyndirnar 25 voru valdar úr hópi 1100 umsókna sem bárust í NKG árið 2017. Þær Lilja Diljá Ómarsdóttir og Þóra Emilía Ólafsdóttir úr 6. bekk fóru áfram með hugmyndina “Barnabjargari”. Og þeir Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson úr 7. bekk komust áfram með tvær hugmyndir, þ.e. “Lyklaklemmu” og “Einfalda markatöng”. Vinnusmiðjan hófst í gær og verða úrslit gjörð kunn í lokahófi á laugardag.
Lesa meira