02.01.2018
Við sendum nemendum, fjölskyldum þeirra og íbúum í nærsamfélagi skólans bestu óskir um gleðilegt nýtt og farsæld á nýju ári. Þökkum fyrir ánægjuleg samskipti og samvinnu á liðnu ári.
Krakkar við sjáumst hress og kát í skólanum miðvikudaginn 3. janúar skv. stundaskrá. Fyrstu daga janúarmánaðar setja unglingarnir kraft í árshátíðarundirbúning en söngleikurinn Hársprey verður sýndur 11. og 12. janúar.
Lesa meira
19.12.2017
Nú rétt í þessu lauk litlu-jólum skólans. Allar rútur er farnar heim með prúðbúna nemendur sem hlýddu á jólaguðspjallið og skólakórinn, dönsuðu í kringum jólatréð og héldu svo stofujól með bekkjarsystkinum sínum. Hátíðarmaturinn rann ljúflega ofan í nemendur og starfsfólk, en að vanda var hangikjöt með öllu tilheyrandi.
Nokkrar myndir voru teknar í dag, sem sjást að neðan, ásamt öðrum myndum á aðventu.
Lesa meira
04.12.2017
Í dag verður aðventugleði og jólaföndur í Varmahlíðarskóla í umsjón foreldrafélagsins. Herlegheitin hefjast strax að loknum skóladegi kl. 14:55 og stendur til kl. 17:00. Nemendur i 9. bekk verða með vöfflur og kaffi/súkkulaði.
Við hvetjum alla foreldra og nemenda að líta upp úr aðventustressinu og kíkja í Varmahlíðarskóla í samveru og föndur.
Lesa meira
30.11.2017
Í gær fóru nemendur 7. bekkjar og nokkrir starfsmenn í vettvangsferð til Silfrastaða. Þar tóku Johan og Hrefna á móti þeim og kynntu þau starfsemi sína. Þau hjónin eru skógræktarbændur og eru meðal annars að búa til girðingarstaura, eldivið, viðarplanka og jólatré. Var mjög fræðandi að læra um timburvinnsluna og hvað hægt er að vinna fjölbreytt úr trjám. Að lokum voru gestirnir leystir út með timbri og verður gaman að vinna úr efni úr heimabyggð. Johan og Hrefna eiga kærar þakki skyldar fyrir frábærar móttökur.
Lesa meira
29.11.2017
Í Fréttablaðinu í dag, 29. nóv., er umfjöllun um niðurstöður samræmdra prófa haustið 2017 þar sem fram kemur að einkunnir hafi verið jafnari milli kjördæma en áður. Þegar litið er til góðs árangurs á prófunum eru landshlutar og kjördæmi nefnd en þegar kemur að slökum árangri eru einstakir skólar nafngreindir og þar með talið okkar skóli, Varmahlíðarskóli í Skagafirði, sem er fámennur skóli með 109 nemendur. Þessi umfjöllun er ámælisverð og viljum við gera athugasemdir við fréttaflutninginn sem vart getur talist uppbyggjandi fyrir neinn.
Lesa meira
28.11.2017
Nú er komið að því, árshátíð 1.-6. bekkjar verður fimmtudaginn 30. nóv. kl. 16:30 í Menningarhúsinu Miðgarði. 1.-2. bekkur verður með íþróttaálfasprell og 3.-6. bekkur sýnir leikritið Í Ævintýralandinu, þar sem gömlu ævintyrin eru fléttuð saman á óvæntan hátt. Allir velkomnir, aðeins þessi eina sýning.
Lesa meira
24.11.2017
Skólahald fellur niður í dag, föstudaginn 24. nóvember vegna óveðurs og ófærðar.
Lesa meira
23.11.2017
Vegna slæmrar veðurspár og aðvarana veðurstofu verður árshátíð yngri nemenda frestað um viku. Við áætlum árshátíð viku síðar og setjum stefnuna á fimmtudaginn 30. nóvember kl. 16:30.
Lesa meira
23.11.2017
Vegna slæmrar veðurspár og viðvarana veðurstofu ganga engir skólabílar í dag.
Lesa meira
22.11.2017
Þrátt fyrir að veðrið sé að stríða okkur stefnum við að árshátíð 1.-6. bekkjar á morgun, fimmtudaginn 23. nóv. kl. 16:30 í Menningarhúsinu Miðgarði. 1.-2. bekkur verður með íþróttaálfasprell og 3.-6. bekkur sýnir leikritið Í Ævintýralandinu, þar sem gömlu ævintyrin eru fléttuð saman á óvæntan hátt. Allir velkomnir, aðeins þessi eina sýning.
Lesa meira