Fréttir

Jólabingó 10. bekkjar

Nú á fimmtudaginn kl. 17:15 heldur 10. bekkur jólabingó í matsal skólans til styrktar ferðasjóði bekkjarins. Síðustu vikur og daga hafa pakkar streymt í hús og má búast við veglegum vinningum.
Lesa meira

Jólaljós tendruð í Varmahlíð

Í morgun voru jólaljósin tendruð á jólatrénu við Varmahlíðarskóla og á sömu stundu var kveikt á ártalinu og stjörnunni á Reykjarhólnum. Nemendur Varmahlíðarskóla létu napra norðanáttina ekki á sig fá, heldur sungu og dönsuðu kringum jólatréð. Stefán R. Gíslason lék undir á harmonikku. Í morgunmat var boðið uppá mandarínur, piparkökur og heitt súkkulaði til að ylja köldum fingrum og skapa notalega stemningu í upphafi aðventu.
Lesa meira

Nemanda Varmahlíðarskóla veitt verðlaun á Bessastöðum

Síðastliðinn sunnudag var Leó Einarssyni, nemanda okkar í 10. bekk, veitt verðlaun á Bessastöðum í myndakeppni forvarnardagsins en forvarnardagur forsetans er árlegur viðburður sem haldinn var 3. október sl. Leó var einn þriggja nemenda sem hlaut verðlaun að þessu sinni. Verðlaunin voru veitt í myndasamkeppni fyrir ungmenni fædd á árunum 2002-2004 og gátu þau tekið myndir og birt á samfélagsmiðlum merktar #forvarnardagur18.
Lesa meira

Skólaakstur fellur niður um Blönduhlíð í morgunsárið

Vegna versnandi veðurs falla niður tvær akstursleiðir núna í morgunsárið. Enginn skólaakstur verður á eftirfarandi leiðum: Narfastaðir - Blönduhlíð-úthlíð - Vallholt - Varmahlíðarskóli og Blönduhlíð-framhlíð - Varmahlíðarskóli Skólabílar aka aðrar leiðir samkvæmt áætlun en við áréttum þá ábyrgð forsjáraðila að þegar veður er það vont að forsjáraðilar treysta börnum sínum ekki til að fara í skólann, þá er það alfarið á valdi forsjáraðila að taka þá ákvörðun.
Lesa meira

Barnabókahöfundur í heimsókn

Á sjálfum bókadegi á miðvikudag vorum við svo lánsöm að fá höfund í heimsókn. Hinn vinsæli barnabókahöfundur Gunnar Helgason kom og las fyrir nemendur úr nýrri bók sinni Siggi sítróna. Sú bók er lokabókin í seríu sem hófst með Mamma klikk! Upplesturinn var hreint stórkostlegur og leikræn tilþrif fangaði óskerta athygli yngri sem eldri áheyrenda. Gunnar gaf sér góðan tíma til að spjalla við krakkana að loknum lestri og skrifa allmargar eiginhandaráritanir. Vonir okkar eru að upplesturinn verði hvatning til meiri lestrar og sé einhver sem ekki þekkir bækurnar hans Gunnars Helgasonar að þá er kominn tími á að taka sér bók í hönd.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Varmahlíðarskóla

Aðalfundur foreldrafélags Varmahlíðarskóla verður haldinn miðvikudaginn 21. nóvember kl. 20:30 í matsal skólans. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, farið verður yfir starf félagsins síðasta skólaár og áform félagsins á núverandi skólaári. Í tilkynningu frá stjórn foreldrafélagsins eru allir foreldrar og forsjáraðilar hvattir til að mæta. Heitt á könnunni.
Lesa meira

Fullveldi, frelsi, lýðræði - hvað er nú það?!

Á fimmtudaginn verður hátíð af tilefni 100 ára afmælis Fullveldis Íslands hér í skólanum. Hátíðin er öllum opin og er haldin til þess að fagna því að um þessar mundir eru 100 ár liðin frá því að fullveldi fékkst. Það eru nemendur Varmahlíðarskóla og Grunnskólans Austan vatna sem vinna að hátíðinni í sameiningu og hvor í sínu lagi. Hluti dagskrárinnar er málþing en þar flytja fulltrúar hugleiðingar um ofangreind hugtök og velta einnig fyrir sér framtíðarhorfum. Húsið opnar kl. 13:00 á fimmtudeginum og þá geta gestir komið og gengið um skólann, séð verk af ýmsum toga, hlýtt á málþing kl. 13:30 - 14:10 og fengið sér hressingu. Þátttakendur hátíðarinnar eru Varmahlíðarskóli, Grunnskólinn Austan vatna, eldri borgarar og góðir gestir.
Lesa meira

Vinaliðaverkefnið hlýtur hvatningarverðlaun

Vinaliðaverkefnið fékk í vikunni hvatningarverðlaun mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem afhent voru 8. nóvember 2018 á degi gegn einelti. Í Varmahlíðarskóla starfa Vinaliðar og stuðla með sinni þátttöku að aukinni virkni nemenda í frímínútum, góðum samskiptum og jákvæðum skólabrag.
Lesa meira

Kökubasar!

Föstudaginn n.k. verða nemendur 10. bekkjar með kökubasar í Olís í Varmahlíð (áður Kaupfélag Skagfirðinga) kl. 13:30 - 15:30, eða þar til birgðir endast. Ágóðinn rennur í ferðasjóð 10. bekkjar, en að venju stefna nemendur í útskriftaferð til Danmerkur í vor. Við hvetjum fólk til að mæta og nýta sér ljúffengan heimabakstur, bæði fínan og hversdags.
Lesa meira

Árshátíð 1.-5. bekkjar í Miðgarði

Árshátíð yngra stigs verður haldin í Miðgarði, fimmtudaginn 1. nóvember kl. 16:30. Nemendur 1.-5. bekkjar leika valda búta úr ævintýrum Thorbjørns Egner. Leikstjórn er í höndum umsjónarkennara. Það eru allir velkomnir á árshátíð!
Lesa meira