19.12.2019
Litlu jólin eru haldin hátíðleg í Varmahlíðarskóla í dag, 19. desember. Sérstaklega þykir okkur notaleg samvera nemenda og starfsfólks við jólatréð þar sem við syngjum og dönsum, hlýðum á tónlistaratriði og helgileik 4. bekkjar. Einnig eru hefðbundin stofujól í umsjónarbekkjum og hátíðarmatur í hádeginu. Að loknum jólaknúsum og kveðjum halda glaðbeittir nemendur í jólaleyfi.
Starfsfólk Varmahlíðarskóla sendir ykkur öllum hugheilar jólakveðjur með ósk um gleði og farsæld á komandi ári. Við þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða og hlökkum til frekara samstarfs og samveru á nýju ári.
Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar 2020.
Lesa meira
17.12.2019
Að beiðni Tónlistarskóla Skagafjarðar viljum við minna á jólatónleika í Miðgarði, Varmahlíð, miðvikudaginn 18. desember kl. 16:30 og 18:00.
Allir velkomnir.
Lesa meira
12.12.2019
Athugið að tónlistarskóla er sömuleiðis aflýst í dag vegna ófærðar.
Lesa meira
12.12.2019
ATHUGIÐ ATHUGIÐ!
Skólahaldi Varmahlíðarskóla aflýst í dag, fimmtudaginn 12. desember vegna ófærðar. Það gengur seinlega gengur að ryðja vegi og heimreiðar eru víðast hvar ófærar.
Lesa meira
12.12.2019
Jólabingó 10. bekkjar, sem vera átti í dag, færist yfir á n.k. mánudag kl. 17:00. Spennand vinningar í boði!
Lesa meira
12.12.2019
UPPFÆRT: Skólahaldi seinkar enn frekar því seinlega gengur að ryðja vegi. Áætlað að skólahald hefjist kl. 12:00. Enn eru áform um að skólabílar aki.
Gert er ráð fyrir að skólahaldi seinki um tvær klukkustundir vegna ófærðar. Skólaakstur er áætlaður tveimur tímum seinna en venjulega.
Lesa meira
11.12.2019
Gert er ráð fyrir eðlilegu skólahaldi á morgun, fimmtudag, þar til annað kemur í ljós. Það er viðbúið að skólaakstur verði ekki á öllum leiðum í morgunsárið en það veltur á hvernig gengur að ryðja burt þessum þunga snjó.
Lesa meira
10.12.2019
Vegna veðurs er öllu skólastarfi Varmahlíðarskóla aflýst á morgun, miðvikudaginn 11. desember.
Lesa meira
09.12.2019
Vegna slæmrar veðurspár og viðvarana fellur skólahald niður á morgun, þriðjudaginn 10. desember.
Lesa meira
06.12.2019
Hið árlega jólabingó 10. bekkjar Varmahlíðarskóla verður í matsal skólans, fimmtudaginn 12. desember kl. 17:00. Flottir vinningar að vanda!
Allir velkomnir.
Lesa meira