Jólakveðja

Litlu jólin eru haldin hátíðleg í Varmahlíðarskóla í dag, 19. desember. Sérstaklega þykir okkur notaleg samvera nemenda og starfsfólks við jólatréð þar sem við syngjum og dönsum, hlýðum á tónlistaratriði og helgileik 4. bekkjar. Einnig eru hefðbundin stofujól í umsjónarbekkjum og hátíðarmatur í hádeginu. Að loknum jólaknúsum og kveðjum halda glaðbeittir nemendur í jólaleyfi.  

Starfsfólk Varmahlíðarskóla sendir ykkur öllum hugheilar jólakveðjur með ósk um gleði og farsæld á komandi ári. Við þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða og hlökkum til frekara samstarfs og samveru á nýju ári.  

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar 2020.