Fréttir

Vasaljósagönguferð

Skólahópur leikskólans og nemendur í 1.-3.bekk fóru í vasaljósagönguferð í dag, þriðjudaginn 3.desember. Gengið var frá leikskólanum upp á Birkimel, gengið norður á Norðurbrún, labbað á Laugarveginum og endað upp í Varmahlíðarskóla þar sem allir skelltu sér í skemmtilegan vinaliðaleik í íþróttahúsinu. Gaman var að nota vasaljósin í skammdeginu og ekki skemmdi veðrið fyrir okkur.
Lesa meira

Jólaföndur

Þriðjudaginn 26. nóvember var sameiginlegt jólaföndur fyrir 1.- 3.bekk og skólahóp leikskólans. Föndraður var jólasveinn úr könglum sem nemendur í 1.bekk og skólahóp voru búnir að safna fyrr í vetur. Einnig var í boði að lita myndir og skoða bækur á bókasafninu. Var þetta dámsamleg stund í alla staði.
Lesa meira

Kökubasar 10. bekkjar

Föstudaginn 8. nóv. verða nemendur 10. bekkjar með kökubasar í Olís Varmahlíð kl. 13:30-15:30 eða þar til birgðir endast.
Lesa meira

Kardimommubærinn - árshátíð yngri

Miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17:00 verður Kardimommubærinn sýndur í Miðgarði í flutningi nemenda 1.-6. bekkjar.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins og fyrirlestur um hættur netsins

Aðalfundur foreldrafélags Varmahlíðarskóla verður haldinn miðvikudaginn 23. október kl 20:00. Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur byrjar á fyrirlestri um hættur netsins með sérstaka áherslu á svokallaða "netfíkn" og síðan taka við hefðbundin aðalfundarstörf foreldrafélagsins.
Lesa meira

Haustfrí og starfsdagar vikuna 14.-18. október

Vikuna 14.-18. október er haust-/vetrarfrí og starfsdagar í Varmahlíðarskóla. Starfsfólk skólans heldur í námsferð til Finnlands þar sem ætlunin er að kynnast finnsku skólastarfi. Frístund er opin fyrir nemendur yngsta stigs kl. 8:00-16:30.
Lesa meira

Brunaæfing

Í morgun fór fram brunaæfing í Varmahlíðarskóla. Það gekk ljómandi vel að koma öllum í öruggt skjól, allir skiluðu sér á rétta staði en nokkuð margir urðu blautir í fæturna.
Lesa meira

Sundlaugin lokuð vegna hreinsunar

Sundlaug Varmahlíðar verður lokuð í næstu viku vegna hreinsunar, lokað frá mánudegi 14. október og áætlað að opna aftur laugardaginn 19. okt.
Lesa meira

Breytt tímasetning árshátíðar yngri

Við vekjum athygli á breyttri tímasetningu árshátíðar yngri nemenda (1.-6. bekkur). Hún verður haldin miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17:00 í Miðgarði en ekki í lok október eins og til stóð.
Lesa meira

Nemendaráð Varmahlíðarskóla 2019-2020

Í dag var kosið í nemendaráð Varmahlíðarskóla fyrir núverandi skólaár. Nemendur í 7.-9. bekk héldu framboðsræður fyrir sína bekki en formannskjör fór fram sérstaklega þar sem frambjóðendur 10. bekkjar fluttu framboðsræður fyrir alla nemendur í 6.-10. bekk áður en gengið var til kosninga. Frambjóðendur stóðu sig afskaplega vel, ræður voru málefnalegar og jákvætt að sjá unga fólkið áhugasamt um að vinna í þágu heildarinnar.
Lesa meira