02.03.2018
Í dag, föstudag, halda nemendur 10. bekkjar dýrindis kökubasar til styrktar ferðasjóði sínum. Hefst hann kl. 14:00 í Kaupfélaginu í Varmahlíð og stendur yfir þar til síðasta sort er seld.
Lesa meira
13.02.2018
Skólabílar aka EKKI Blönduhlíð, hvorki Úthlíð né Framhlíð eða Skörð.
Lesa meira
12.02.2018
Vegna vetrarleyfis 14.-16. febrúar í Varmahlíðarskóla verður opnun sundlaugar eftirfarandi:
Fimmtudaginn 15. feb. kl. 16:00-21:00
Föstudaginn 16. feb. LOKAÐ
Laugardaginn 17. feb. kl. 10:00-15:00
Lesa meira
02.02.2018
Skólabílar aka EKKI Blönduhlíð, Lýtingsstaðahrepp og Skörð í morgunsárið vegna hvassviðris. Fyrri ferð fellur niður en heimakstur verður í lok skóladags.
Lesa meira
30.01.2018
Nemendur í 9. bekk Varmahlíðarskóla fóru í byrjun október 2017 í heila viku í Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Sælingsdal. Það var í fyrsta skipti sem nemendur skólans tóku þátt en stefnt er að því næstu skólaárin að nemendum í 9. bekk gefist kostur á þátttöku.
Lesa meira
30.01.2018
Samráðsdagur er í Varmahlíðarskóla miðvikudaginn 7. febrúar, en þá mæta nemendur ásamt forsjáraðila til samstals við umsjónarkennara. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í viðtölinm foreldrar fara inn í Mentor og panta viðtal hjá umsjónarkennara síns barns. Skráning verður opin til sunnudagsins 4. febrúar, þeir sem ekki panta viðtal, fá úthlutað viðtalstíma eftir það.
Á samráðsdegi verður í boði að fara í tölvustofu og fá einstaklingsleiðsögn í Mentor eða rafrænu námsumhverfi nemenda. Endilega nýtið ykkur það eftir þörfum.
Á samráðsdegi verða nemendur í 9. bekk með vöfflusölu í setustofu.
Lesa meira
30.01.2018
Tvær skíðaferðir eru fyrirhugaðar með alla bekkjarhópa skólans. Nú á fimmtudaginn stefna 1., 2., 5., 6. og 7. bekkir upp í fjall. Ráðgert er að nemendur í 3., 4., 8., 9. og 10. bekk fari viku síðar, fimmtudaginn 8. febrúar. Til stóð að þessir bekkir færu á morgun en vegna óhagstæðrar veðurspá, hefur ferðinni verið seinkað um viku.
Lesa meira
23.01.2018
Skólabílar aka EKKI Blönduhlíðina í morgunsárið, hvorki úthlíð né framhlíð, vegna veðurs. Fyrri ferð fellur niður en heimakstur er áætlaður í lok skóladags.
Lesa meira
18.01.2018
Nýverið fór fram úthlutun styrkja frá Forriturum framtíðarinnar og hlaut Varmahlíðarskóli veglegan styrk. Tilgangur sjóðsins, Forritarar framtíðarinnar, er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Sjóðnum bárust alls 32 umsóknir að þessu sinni, flestar frá grunnskólum. Styrkir sjóðsins eru í formi tölvubúnaðar og fjárstyrks til þjálfunar kennara til að búa þá betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur.
Lesa meira
08.01.2018
Unglingar í 7.-10. bekk í Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn Hársprey í Miðgarði, fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 og föstudaginn 12. janúar kl. 20:00. Allir velkomnir og athugið, aðeins þessar tvær sýningar.
Eftir sýningu fimmtudagsins er boðið upp á veislukaffi í Varmahlíðarskóla, eins og hefð hefur verið fyrir en að lokinni sýningu föstudagsins verður unglingaball fyrir 7.-10. bekk í Miðgarði þar sem meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins sjá um að halda uppi fjörinu.
Á föstudegi verður frístundastrætó, skráning í Nóra https://skagafjordur.felog.is/
Lesa meira