Fréttir

Kökubasar í dag!

Í dag, föstudag, halda nemendur 10. bekkjar dýrindis kökubasar til styrktar ferðasjóði sínum. Hefst hann kl. 14:00 í Kaupfélaginu í Varmahlíð og stendur yfir þar til síðasta sort er seld.
Lesa meira

Skólabílar aka EKKI Blönduhlíð, hvorki Úthlíð né Framhlíð eða Skörð.

Skólabílar aka EKKI Blönduhlíð, hvorki Úthlíð né Framhlíð eða Skörð.
Lesa meira

Breytt opnun sundlaugar í vetrarfríi Varmahlíðarskóla

Vegna vetrarleyfis 14.-16. febrúar í Varmahlíðarskóla verður opnun sundlaugar eftirfarandi: Fimmtudaginn 15. feb. kl. 16:00-21:00 Föstudaginn 16. feb. LOKAÐ Laugardaginn 17. feb. kl. 10:00-15:00
Lesa meira

Skólabílar aka EKKI Blönduhlíð, Lýtingsstaðahrepp og Skörð

Skólabílar aka EKKI Blönduhlíð, Lýtingsstaðahrepp og Skörð í morgunsárið vegna hvassviðris. Fyrri ferð fellur niður en heimakstur verður í lok skóladags.
Lesa meira

Skólabúðir 9. bekkjar að Laugum

Nemendur í 9. bekk Varmahlíðarskóla fóru í byrjun október 2017 í heila viku í Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Sælingsdal. Það var í fyrsta skipti sem nemendur skólans tóku þátt en stefnt er að því næstu skólaárin að nemendum í 9. bekk gefist kostur á þátttöku.
Lesa meira

Samráðsfundir

Samráðsdagur er í Varmahlíðarskóla miðvikudaginn 7. febrúar, en þá mæta nemendur ásamt forsjáraðila til samstals við umsjónarkennara. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í viðtölinm foreldrar fara inn í Mentor og panta viðtal hjá umsjónarkennara síns barns. Skráning verður opin til sunnudagsins 4. febrúar, þeir sem ekki panta viðtal, fá úthlutað viðtalstíma eftir það. Á samráðsdegi verður í boði að fara í tölvustofu og fá einstaklingsleiðsögn í Mentor eða rafrænu námsumhverfi nemenda. Endilega nýtið ykkur það eftir þörfum. Á samráðsdegi verða nemendur í 9. bekk með vöfflusölu í setustofu.
Lesa meira

Skíðaferðir

Tvær skíðaferðir eru fyrirhugaðar með alla bekkjarhópa skólans. Nú á fimmtudaginn stefna 1., 2., 5., 6. og 7. bekkir upp í fjall. Ráðgert er að nemendur í 3., 4., 8., 9. og 10. bekk fari viku síðar, fimmtudaginn 8. febrúar. Til stóð að þessir bekkir færu á morgun en vegna óhagstæðrar veðurspá, hefur ferðinni verið seinkað um viku.
Lesa meira

Skólabílar aka EKKI Blönduhlíðina

Skólabílar aka EKKI Blönduhlíðina í morgunsárið, hvorki úthlíð né framhlíð, vegna veðurs. Fyrri ferð fellur niður en heimakstur er áætlaður í lok skóladags.
Lesa meira

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Nýverið fór fram úthlutun styrkja frá Forriturum framtíðarinnar og hlaut Varmahlíðarskóli veglegan styrk. Tilgangur sjóðsins, Forritarar framtíðarinnar, er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Sjóðnum bárust alls 32 umsóknir að þessu sinni, flestar frá grunnskólum. Styrkir sjóðsins eru í formi tölvubúnaðar og fjárstyrks til þjálfunar kennara til að búa þá betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur.
Lesa meira

Árshátíð 7.-10. bekkjar - Hársprey!

Unglingar í 7.-10. bekk í Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn Hársprey í Miðgarði, fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 og föstudaginn 12. janúar kl. 20:00. Allir velkomnir og athugið, aðeins þessar tvær sýningar. Eftir sýningu fimmtudagsins er boðið upp á veislukaffi í Varmahlíðarskóla, eins og hefð hefur verið fyrir en að lokinni sýningu föstudagsins verður unglingaball fyrir 7.-10. bekk í Miðgarði þar sem meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins sjá um að halda uppi fjörinu. Á föstudegi verður frístundastrætó, skráning í Nóra https://skagafjordur.felog.is/
Lesa meira