31.10.2018
Opnunartími í sundlaug Varmahlíðar hefur verið lengdur tímabundið. Opið er mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-21:00, föstudaga kl. 8:00-17:00 og um helgar er opið kl. 10:00-15:00. Sérstaklega viljum við vekja athygli á því að nú er opið bæði laugardaga og sunnudaga.
Lesa meira
08.10.2018
Sundlaugin í Varmahlíð hefur verið opnuð aftur eftir tímabundna lokun. Opið er í báðar laugarnar og heita pottinn en nýja rennibrautin er ekki alveg tilbúin og verður opnuð síðar. Vetraropnun er eftirfarandi:
Lesa meira
02.10.2018
Á samráðsdegi skólans n.k. fimmtudag bjóða nemendur í 9. bekk upp á vöflur og kaffi á kr. 500. Ágóðinn rennur í ferðasjóð þeirra en vikuna 8. - 12. október dvelja þau að Laugum í Sælingsdal í ungmennabúðum á vegum UMSS. Við hvetjum foreldra, nemendur og starfsfólk til að njóta góðra veitinga hjá krökkunum í 9. bekk.
Lesa meira
21.09.2018
Forvarnarfræðsla Magga Stef fyrir foreldra verður í Varmahlíðarskóla, mánudaginn 24. sept. kl. 16:30-18:00. Allir velkomnir en foreldrar 7.-10. bekkjar eru boðaðir sérstaklega.
Lesa meira
02.09.2018
Eins og fyrri skólaár, er bókasafn Varmahlíðarskóla opið fyrir almenning. Þeir tímar eru á fimmtudögum kl. 13:00 – 16:00. Allir velkomnir og mögulegt er að semja um aðra tíma ef þessir henta ekki.
Lesa meira
23.08.2018
Skólasetning Varmahlíðarskóla verður í íþróttahúsinu fimmtudaginn 23. ágúst kl. 14:00. Skólastjóri setur skólann og að lokinni setningu ganga nemendur með umsjónarkennurum sínum í kennslustofur þar sem farið verður yfir skólabyrjun og praktísk atriði. Að endingu verður boðið upp á kaffi og djús í setustofu. Foreldrar og forsjáraðilar eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 24. ágúst
Lesa meira
08.08.2018
Undirbúningur skólastarfs hefst formlega 15. ágúst með sameiginlegum fræðsludegi starfsfólks skólanna í Skagafirði. Skólasetning verður fimmtudaginn 23. ágúst kl. 14:00.
Lesa meira
13.06.2018
Bókasafnið verður opið eftirtalda miðvikudaga í sumar kl. 13:00-15:00:
13. júní
27. júní
11. júlí
25. júlí
8. ágúst
Með bestu sumarlestrarkveðjum og von um að sjá sem flesta. Lestur er börnum bestum.
Lesa meira
29.05.2018
Skólaslit og útskrift nemenda 10. bekkjar fer fram við hátíðlega athöfn í Miðgarði, miðvikudaginn 30. maí kl. 20:00.
Lesa meira
29.05.2018
Fjórir nemendur Varmahlíðarskóla eyddu síðustu helgi á vinnustofu Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en nýsköpunarhugmyndir þeirra voru valdar af 1200 hugmyndum sem sendar voru inn í keppnina víðsvegar af landinu. Lydia og Þóra í 7. bekk voru með hugmynd sína Sauðfjárteljarann, en Trausti í 6. bekk og Trausti Helgi í 5. bekk með Rúlluendastimpil. Þeir nafnar hlutu tæknibikar Pauls Jóhannssonar sem viðurkenningu fyrir framúrskarandi tæknilega útfærslu á hugmynd sinni.
Lesa meira