Fréttir

Tjaldið gefur af sér

Í síðustu viku frumsýndi Þjóðleiksval skólans leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason fyrir nokkuð vel þéttum sal í Héðinsminni. Verkið gerist á ónefndri útihátíð þar sem nauðgun hefur átt sér stað og eru mörg siðferðisálit tækluð í kjölfarið. Eftir sýningu taldi hópurinn best við hæfi að leggja aðgangseyrinn inn á reikning Stígamóta, grasrótarsamtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi.
Lesa meira

Gönguferð í góða veðrinu

Í gær, 7. maí, fóru nemendur í 1.-2.bekk og skólahópur leikskólans (Mánahópur) í gönguferð ásamt starfsfólki. Gengið var á Reykjarhólinn, með viðkomu á góðum áningarstöðum á leiðinni þar sem nesti var snætt og bryddað upp á leikjum Göngugarpar fengu æðislegt veður og skemmtu sér afar vel í ferðinni.
Lesa meira

Leikhópurinn Lotta!

Í dag mætti leikhópurinn Lotta galvaskur með sýningu þar sem þrem sögum var steypt saman; Nýju fötin keisarans, Hans og Gréta og Hérinn og Skjaldbakan. Á leiksýninguna mættu 1. - 5. bekkur sem og skólahópur leikskólans. Talið er nokkuð víst að áhorfendur hafi skemmt sér afar vel.
Lesa meira

Íbúafundur um mótun menntastefnu Skagafjarðar

Nú stendur yfir vinna við mótun nýrrar menntastefnu Skagafjarðar. Menntastefnan er unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og frístundar. Ákveðið hefur verið að bjóða til opinna íbúafunda um mótun menntastefnunnar til að fá viðhorf sem flestra inn í stefnumótunarvinnuna.Foreldrar nemenda á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri eru sérstaklega hvattir til þátttöku á fundunum.
Lesa meira

Skólahreysti á RÚV í kvöld

Undankeppnin í Skólahreysti frá 3. apríl verður sýnd í kvöld á RÚV kl. 20:00! Hvetjum alla til að horfa á þegar magnaða liðið okkar vann sinn riðil 🥳 Þann 8. maí er svo aðalkeppnin í Reykjavík sem verður sýnd í beinni.
Lesa meira

Opnunartími sundlaugar um páskana

Sundlaugin í Varmahlíð verður opin yfir hátíðirnar. Opnunartími er eftirfarandi:
Lesa meira

Páskabingó!

N.k. fimmtudag, 4. apríl kl. 17:00 heldur 10. bekkur páskabingó í setustofu skólans. Bingóið er til styrktar ferðasjóði nemenda 10. bekkjar, en þau stefna til Danmerkur nú í maí. Vinningar eru fjölbreyttir að vanda. 10. bekkingar hvetja fólk til að mæta tímanlega því bingóin eru oftar en ekki vel sótt. Engin posi er á staðnum en sjoppa með slikkerí verður opin.
Lesa meira

3 undanúrslit sömu helgi

Síðastliðnu helgi keppti hópur nemenda í tveim undanúrslitum í ólíkum keppnum og lenti í þriðju. Sex manna hljómsveit keppti í úrslitakeppni söngvakeppni félagsmiðstöðva og sama dag kepptu tveir nemendur í alþjóðlegri stræðfræðikeppni, Pangea. Einnig komust þrír drengir áfram í 10 verkefna-úrslit í Verksmiðjunni en þann 22. maí verður sigurverkefnið valið.
Lesa meira

Kjaftað um kynlíf - fyrirlestur fyrir fullorðna

Miðvikudaginn 27. mars kl. 16:30 verður Sigga Dögg kynfræðingur í Varmahlíðarskóla með fyrirlestur fyrir fullorðna um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga. Fyrirlesturinn er í boði Foreldrafélags Varmahlíðarskóla og eru allir foreldrar hvattir til að mæta.
Lesa meira

Skyrtu- og kjóladagur!

Á morgun, föstudag, er skyrtu- og kjóladagur í skólanum - mætum í fínni kantinum, bæði nemendur og starfsfólk!
Lesa meira