Fréttir

Laus störf í Varmahlíðarskóla

Við leitum eftir öflugu fólki í okkar frábæra starfsmannahóp Varmahlíðarskóla. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Aðstoðarskólastjóri, grunnskólakennari á miðstigi (tímabundið til áramóta), textílkennsla (hlutastarf), málmsmíðakennsla (hlutastarf) og skólaliði. Umsóknum ásamt ferilskrá, prófskírteini og leyfisbréfi skal skilað í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is
Lesa meira

Breytt opnun sundlaugar á uppstigningardag og annan í hvítasunnu

Sundlaugin hefur verið opnuð eftir tímabundna lokun. Opnunartími er hefðbundinn en breytt opnun verður á uppstigningardag og annan í hvítasunnu. Þá daga verður opið kl. 10-15.
Lesa meira

Skólahreysti - úrslitakeppni í kvöld!

Kl. 20:00 hefst úrslitakeppnin í Skólahreysti í Reykjavík en henni verður sjónvarpað í beinni á RUV. Eftir morgunmat lögðu nemendur í 8. 10. bekk af stað til höfuðborgarinnar, ásamt nokkrum starfsmönnum. Þétt dagskrá bíður stuðningsmannanna, sem er hér neðar í fréttinni. Keppnisliðsmenn sjálfir fara í Laugardagshöllina um hádegið og búa sig undir átök kvöldsins. Samkvæmt áætlun er brottför norður um 23: 00 og þá heimkoma um 3 í nótt. Þeir sem gista fá að kúra fram að morgunmat og hefja svo nám kl. 9:20.
Lesa meira

Sundlaugin lokuð

Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð á mánudaginn um óákveðinn tíma vegna framkvæmda.
Lesa meira

Sundlaugin opin á sumardaginn fyrsta en lokuð föstudaginn 20. apríl.

Sundlaugin í Varmahlíð verður opin kl. 10-15 á sumardaginn fyrsta en lokuð föstudaginn 20. apríl.
Lesa meira

Varmahlíðarskóli vann Skólahreysti

Í dag fór fram keppni í skólahreysti í íþróttahöllinni á Akureyri. Varmahlíðarskóli vann Norðurlandsriðilinn, annað árið í röð! Þar með er aftur búið að tryggja skólanum þátttökurétt í lokakeppni skólahreystis sem fram fer í Reykjavík, 2. maí næstkomandi. Glæsilegaur árangur okkar nemenda. Áfram Varmahlíðarskóli!!!
Lesa meira

Símkerfi skólans í ólagi

Vinsamlegast athugið að símkerfi skólans er í ólagi sem stendur og allar símalínur óvirkar. Vinsamlegast notið gsm 891 8195 eða 898 6698.
Lesa meira

Endurtekin vandkvæði við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa

Menntamálastofnun sendi frá sér tilkynningu kl 9:30 um að það hafi verið hnökrar hjá þjónustuaðila og vandamál með álag kom upp aftur. Enskuprófið gengur ekki sem skyldi. Sú ákvörðun hefur verið tekin að fresta fyrirlögn þess. Þeim sem eru í prófinu og gengur vel er að sjálfsögðu heimilt að ljúka við próftöku. Menntamálastofnun harmar þetta mjög. Við stjórnendur í Varmahlíðarskóla viljum koma eftirfarandi gagnrýni á framfæri:
Lesa meira

Vandkvæði við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa

Við lentum því miður í tæknilegum vandkvæðum við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í morgun líkt og aðrir skólar á landinu. Nokkuð fljótlega leystist úr vanda flestra nemenda sem náðu að ljúka prófi. En eftir ítrekaðar tilraunir og viðvarandi vandkvæði ákváðum við að fresta töku prófsins hjá hluta hópsins. Frekari ákvörðun um hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið fyrir aftur verður tekin næstu daga.
Lesa meira

Niðurstöður úr eineltiskönnun Olweusar

Niðurstöður eineltiskönnunar Olweusar voru kynntar fyrir starfsfólki og nemendum í 5.-10. bekk í lok febrúar en könnunin var lögð fyrir nemendur í 5.-10. bekk í nóvember 2017. Niðurstöðurnar eru heldur betri en í fyrra og mælist Varmahlíðarskóli nú vel undir landsmeðaltali. Sjá nánar: Niðurstöður 2017 Í Varmahlíðarskóla hefur verið unnið samkvæmt áætlun Olweusar gegn einelti og annarri andfélagslegri hegðun síðan hún var fyrst tekin upp á Íslandi haustið 2002. Áfram verður unnið undir merkjum Olweusar og samkvæmt því gegna umsjónarkennarar lykilhlutverki í baráttunni gegn einelti. Ef grunur um einelti kemur upp er mikilvægt að láta umsjónarkennara vita.
Lesa meira