Í síðustu viku frumsýndi Þjóðleiksval skólans leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason fyrir nokkuð vel þéttum sal í Héðinsminni. Verkið gerist á ónefndri útihátíð þar sem nauðgun hefur átt sér stað og eru mörg siðferðisálit tækluð í kjölfarið. Eftir sýningu taldi hópurinn best við hæfi að leggja aðgangseyrinn inn á reikning Stígamóta, grasrótarsamtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi.