16.10.2017
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð föstudaginn 20. okt. vegna haustleyfa Varmahlíðarskóla.
Lesa meira
05.10.2017
Föstudaginn 6. október er frí hjá nemendum vegna haustþings kennara og fræðsludags starfsfólks.
Lesa meira
03.10.2017
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð föstudaginn 6. okt. vegna sundprófs og námskeiða starfsfólks.
Lesa meira
19.09.2017
Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að gerð Lestrarstefnu Skagafjarðar. Starfsfólk skólanna tók þátt í gerð stefnunnar en svokallað læsisteymi, sem í sátu fulltrúar leik-, grunn- og tónlistarskóla, hélt utan um vinnuna undir stjórn Sigurlaugar Rúnar Brynleifsdóttur, deildarstjóra við Grunnskólann austan Vatna.
Lesa meira
18.09.2017
Kosið var í nemendaráð Varmahlíðarskóla í dag. Nemendur í 7.-9. bekk héldu framboðsræður fyrir sína bekki en formannskjör fór fram í setustofu þar sem frambjóðendur 10. bekkjar fluttu sitt framboð fyrir alla nemendur í 7.-10. bekk. Nýir formenn nemendaráðs eru Guðmundur Smári og Jódís Helga. Nemendaráð skólaársins 2017-2018 er eftirfarandi:
Lesa meira
15.09.2017
Kynningarfundir fyrir foreldra og forsjáraðila um skólastarfið verða stigskiptir (yngsta, mið- og unglingastig). Fundirnir verða haldnir á miðvikudögum kl. 15:00. Þeir hefjast í setustofu en síðan fara umsjónarkennarar með sína hópa í heimastofu þar sem þeir kynna vetrarstarfið. Gert er ráð fyrir að fundirnir taki um klukkustund. Dagskrá funda er sem hér segir:
Miðvikudagur 20. sept., yngsta stig (1.-4. bekkur).
Miðvikudagur 27. sept. unglingastig (8.-10. bekkur).
Miðvikudagur 4. okt. miðstig (5.-7. bekkur).
Lesa meira
14.09.2017
Bókasafn Varmahlíðarskóla er opið almenningi á fimmtudögum kl. 14:00 – 16:00. Allir eru velkomnir.
Lesa meira
25.08.2017
Í morgun fengu unglingar í 8.-10. bekk kynningarfund um valgreinar sem verða í boði á skólaárinu. Frekari upplýsingar má sjá í valgreinahefti á heimasíðu.
Lesa meira
21.08.2017
Vegna hreinsunar verður sundlaug Varmahlíðar lokuð frá miðvikudegi 23. ágúst til og með sunnudegi 27. ágúst. Vetraropnun hefst síðan mánudaginn 28. ágúst og þá er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-21:00, föstudaga kl. 09:00-14:00 og á laugardögum og sunnudögum kl. 10:00-15:00. Frá 1. október verður sundlaugin lokuð á sunnudögum.
Lesa meira
18.08.2017
Kæru nemendur og foreldrar,
nú styttist í skólabyrjun. Vonandi hafa allir notið sumarleyfisins og mæta hressir til starfa í haust.
Varmahlíðarskóli verður settur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 14:00.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Starfsfólk Varmahlíðarskóla.
Lesa meira