Kynningarfundir fyrir foreldra og forsjáraðila um skólastarfið verða stigskiptir (yngsta, mið- og unglingastig) Fundirnir verða haldnir á miðvikudögum kl. 15:00. Þeir hefjast í setustofu en síðan fara umsjónarkennarar með sína hópa í heimastofu þar sem þeir kynna vetrarstarfið. Gert er ráð fyrir að fundirnir taki um klukkustund. Dagskrá funda er sem hér segir:
Miðvikudagur 20. sept., yngsta stig (1.-4. bekkur).
Miðvikudagur 27. sept. unglingastig (8.-10. bekkur).
Miðvikudagur 4. okt. miðstig (5.-7. bekkur).
Óskað er eftir að fulltrúi komi frá hverju heimili. Látið vita um forföll til ritara í síma 455 6020 eða með tölvupósti á netfangið varmahlidarskoli@varmahlidarskoli.is.