Guðmundur Smári og Jódís Helga eru formenn nemendaráðs

Kosið var í nemendaráð Varmahlíðarskóla í dag. Nemendur í 7.-9. bekk héldu framboðsræður fyrir sína bekki en formannskjör fór fram í setustofu þar sem frambjóðendur 10. bekkjar fluttu sitt framboð fyrir alla nemendur í 7.-10. bekk. Nýir formenn nemendaráðs eru Guðmundur Smári og Jódís Helga. Nemendaráð skólaársins 2017-2018 er eftirfarandi:

10. bekkur, formenn nemendaráðs: Guðmundur Smári Guðmundsson og Jódís Helga Káradóttir. Til vara: Anita Ýr Atladóttir og Freydís Þóra Bergsdóttir.

9. bekkur: Leó Einarsson. Til vara: Hafsteinn Máni Björnsson.

8. bekkur: Einar Kárason. Til vara: Óskar Aron Stefánsson.

7. bekkur: Lilja Diljá Ómarsdóttir. Til vara: Hrafn Helgi Gunnlaugsson.