Skólasetning 2017

Skólasetning Varmahlíðarskóla verður í íþróttahúsinu, miðvikudaginn 23. ágúst kl. 14:00. Skólastjóri setur skólann og að lokinni setningu ganga nemendur með umsjónarkennurum sínum í kennslustofur. Nemendur fá afhentar stundatöflur og frekari upplýsingar varðandi skólabyrjun. Að endingu verður boðið upp á kaffi og djús í setustofu. Foreldrar og forsjáraðilar eru hvattir til að mæta með börnum sínum. 

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu, í 2.-10. bekk, fimmtudaginn 24. ágúst en kennt verður til kl. 13:25. Þann dag verða nemendur 1. bekkjar, ásamt foreldri/forsjáraðila, boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara. Kennsla hjá 1. bekk hefst föstudaginn 25. ágúst samkvæmt stundatöflu.