Fréttir

Heimsókn skólahóps og Down´s dagurinn

Í vikunni heimsótti skólahópur Birkilundar nemendur í 3. og 8. bekk. Skólahópskrakkarnir fengu fínustu móttökur hjá nemendum Þann 21. mars var alþjóðlegi Down´s dagurinn haldinn hátíðlegur. Þorri nemenda og starfsfólks klæddi sokkum í öllu litrófinu og hittust svo í setustofunni til að hlýða á söng og spil sem og syngja saman.
Lesa meira

Námsferð 9.-10. bekkja á Íslandsmót iðn- og verkgreina

Nemendum 9.-10. bekkjar var boðið í námsferð suður til Reykjavíkur í gær á Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu sem haldið er dagana 16.-18. mars í Laugardalshöll. Okkar nemendur koma við sögu í umfjöllun fjölmiðla á viðburðinum í gær.
Lesa meira

Gunnlaugssaga sýnd í Héðinsminni

S.l. þriðjudag sýndu nemendur 8. bekkjar leikritið Gunnlaugssaga Ormstungu. Tvær sýningar voru fyrir fullu Héðinsminni og voru gestir m.a. 8. bekkingar úr Árskóla á Sauðárkrók, en þar lesa menn líka Gunnlaugssögu sem hluta af íslenskunámi.
Lesa meira

Síðari skíðaferð vel heppnuð

Skíðaferð 4. - 8. bekkjar sem farin var í gær, tókst afar vel. Veðrið var með besta móti og færið ásættanlegt. Bæði nemendur og starfsfólk komu allir heilir heim, fyrir utan hefðbundna strengi og stöku marbletti. Nokkrar myndavélar fylgdu með og náðu flestum á filmu, þó ekki þeim sem eyddu lunganum úr deginum í gilinu. Á myndasíðunni eru einnig myndir frá fyrri skíðaferð vetrarins frá í febrúar
Lesa meira

Vegleg gjöf frá Þorrablótsnefnd

Í gær færðu fulltrúar þorrablóts Seyluhrepps skólanum góða gjöf. Fyrir afganginn af innkomu þorrablótsins s.l. febrúar, ákvað nefndin að gefa skólanum þráðlausa hljóðnema. Þeir munu nýtast skólanum á ýmsa vegu, t.d. í árshátíðarsýningum, á viðburðum í íþróttasalnum, í ýmsum upplestri ofl. Kann Varmahlíðarskóli nefndarmeðlimum bestu þakkir.
Lesa meira

Vinningshafi Eldvarnargetraunar

Ingimar Hólm í 3. bekk vann til verðlauna í Eldvarnargetraun á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Fyrir áramót fengu nemendur 3.bekkjar heimsókn frá Landssambandinu og tóku þátt í getrauninni. Nú í síðustu viku var dregið úr réttum svörum og kom Svavar slökkviliðsmaður í síðustu viku og veitti verðlaunin.
Lesa meira

Upplestrarhátíð Varmahlíðarskóla

Í dag var upplestrarhátíð skólans haldin hátíðleg í setustofu. Að vanda var foreldrum og forráðamönnum boðið, ásamt nemendum 6. bekkjar. Eins og gerist á hverju ári var dómurum gert afar erfitt fyrir að velja þar sem allir nemendur stóðu sig með stakri prýði, enda búnir að æfa lestur stíft síðustu vikur. Þeir sem komust áfram eru: Einar Kárason, Katrín Ösp Bergsdóttir og Óskar Aron Stefánsson. Steinar Óli Sigfússon er til vara. Dómarar að þessu sinni voru þau Ásdís Hermannsdóttir, Helga Sjöfn Helgadóttir og Trostan Agnarsson.
Lesa meira

Áframhaldandi spjaldtölvuvæðing

Sveitarfélagið Skagafjörður og fulltrúar KS skrifuðu undir samning í vikunni um áframhaldandi fjármögnun iPad verkefnisins í grunnskólum Skagafjarðar. Skólastjórar og tækniteymi skólanna voru viðstödd unirritunina sem fram fór í Árskóla. Nú þegar eru tveir árgangar á unglingastigi Varmahlíðarskóla komnir af stað en með þessum samningi verður okkur kleift að halda spjaldtölvuvæðingunni áfram af metnaði og krafti.
Lesa meira

Kökubasar í dag - tilvalin konudagsgjöf!

Í dag, föstudag, halda nemendur 10. bekkjar dýrindis kökubasar til styrktar ferðasjóð sínum. Hefst hann kl. 13:30 í Kaupfélaginu í Varmahlíð og stendur yfir þar til síðasta sort er seld. Tilvalin konudagsgjöf!
Lesa meira

Skíðaferðir þessa vikuna

Í næstu viku verður haldið á skíði í Tindastól með alla bekkjarhópa: . mánudaginn, 6. febrúar, fara 1., 2., 3., 9. og 10. bekkur . miðvikudaginn, 8. febrúar, fara 4, 5., 6., 7. og 8. bekkur Nemendur borða morgunverð í skólanum og nesta sig. Lagt verður af stað í fjallið um kl. 9 og komið í skólann aftur fyrir heimakstur sem verður á venjulegum tíma kl. 14:55. Þeir nemendur sem eiga útbúnað, skíði eða bretti eru hvattir til að taka hann með sér og einnig lyftukort ef það er til. Nemendur fá annars lánaðan útbúnað og óvanir fá tilsögn frá starfsmönnum sem fara með í Tindastól. Við minnum á að allir komi klæddir til útiveru og skíðaiðkunar. Gott að hafa hlýja sokka, auka vettlinga og nóg af góða skapinu!
Lesa meira