Óveður-ófærð

Það er á ábyrgð foreldra að meta sjálfir hvort senda á barn í skólann í vonskuveðri eða þegar illviðri er í aðsigi. Skelli óveður á meðan kennsla stendur yfir getur reynst nauðsynlegt að foreldrar geri ráðstafanir til þess að sækja börnin.

Ákveði foreldrar að halda börnum sínum heima tilkynna þeir forföll til skóla og skólabílstjóra. Komi til að skóla sé aflýst er það tilkynnt á heimasíðu skólans, með fjölpósti og sms í gegnum Mentor. Það sama á við ef breytingar verða á skólaakstri.