02.03.2020
Nemendur í 3. og 4. bekk heimsóttu Glaumbæ í tengslum við verkefni í heimilisfræði um þjóðlegan mat og matargerð í torfbæjum. Fengu þeir góða leiðsögn um bæinn, voru mjög áhugasöm og spurðu mikið.
Lesa meira
02.03.2020
Í síðustu viku fengu nemendur 8. - 10. bekkjar í öllum skólum Skagafjarðar kynfræðslu í formi leiksýningarinnar Kynfræðsla pörupilta. Um leið og rútur úr Árskóla og Hofsósi höfðu tæmst og Miðgarður fyllst af unglingum og starfsfólki, hófst 45 mínútna uppistand en jafnframt mikil fræðsla. Pörupiltar eru hugarsmíð þriggja kvenna sem bregða sér í gerfi ungra manna með mismikla reynslu af kynhegðun og kynlífi.
Lesa meira
13.02.2020
Skólahaldi Varmahlíðarskóla er aflýst á morgun, föstudaginn 14. febrúar vegna verulega slæmrar veðurspár.
Lesa meira
31.01.2020
Miðvikudaginn 15.janúar fóru nemendur í 1.-.3. bekk í leikskólaheimsókn á Reyniland og Birkilund. Á leiðinni mættu nemendum snjóskaflar, vörubílar, snjóruðningstæki og ýmislegt fleira skemmtilegt. Farið var varlega og gekk ferðin að óskum. Allir léku sér saman og eignuðust margir nýja vini og fóru glöð og sæl aftur í skólann
Lesa meira
17.01.2020
Gjaldskrá í grunnskólum Skagafjarðar breyttist frá og með 1. janúar 2020. Gjaldskrárhækkun nemur 2,5% á fæðisgjöldum og dvalargjaldi í frístund.
Lesa meira
14.01.2020
Unglingarnir í 7.-10. bekk Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn "Slappaðu af!" eftir Felix Bergsson næstkomandi föstudag og laugardag. Leikstjórar eru þau Íris Olga Lúðvíksdóttir og Trostan Agnarsson. Þrátt fyrir rysjótta tíð hafa nemendur haldið ótrauð áfram að æfa leik og söng og innlifun í litskrúðuga karaktera. Ekki láta þessa stórkostlegu sýningu framhjá þér fara!
Lesa meira
13.01.2020
Skólahaldi Varmahlíðarskóla og Tónlistarskóla Skagafjarðar hefur verið aflýst á morgun, þriðjudaginn 14. janúar, vegna veðurs og appelsínugulrar viðvörunar Veðurstofu.
Lesa meira
13.01.2020
Vegna veðurs og röskunar á skólastarfi er fyrirhugaðri árshátíðarsýningu fimmtudagsins frestað. Vonandi verður mögulegt að sýna söngleikinn "Slappaðu af!" á föstudagskvöldið kl. 19:00 og halda unglingaballið svo fremi sem veður/ófærð setur æfingar ekki meira úr skorðum.
Í athugun er ný tímasetning fyrir sýningu og kaffi í skóla (í stað fimmtudagssýningar). Nánar auglýst síðar.
Lesa meira
13.01.2020
Vegna versnandi veðurspár og viðvarana veðurstofu verður ekki kennsla í Varmahlíðarskóla eftir kl. 10:35 í dag, mánudaginn 13. janúar. Skólabílar aka börnum heim.
Lesa meira
09.01.2020
Skóli fellur niður vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira