Fréttir

Forritunarkennsla á yngsta stigi

Síðastliðna daga hefur Álfhildur Leifsdóttir forritunarkennari verið með forritunarkennslu á yngsta stigi við mikinn fögnuð nemenda.
Lesa meira

Ekki skóli í dag vegna veðurs og ófærðar

Skóla er aflýst í dag, 3. desember, vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Laust starf skólaliða

Í Varmahlíðarskóla er laust 80% starf skólaliða frá byrjun janúar og út maí 2021. Hefur þú áhuga á starfi með börnum? Viltu starfa með okkur?
Lesa meira

Jólaljós og aðventa

Það er orðin hefð fyrir því í Varmahlíðarskóla, við upphaf aðventu, að allir nemendur og starfsfólk fari út, telji niður og tendri jólaljós á trénu við skólann. Á sömu stundu er kveikt á ártali og stjörnu á Reykjarhólnum. Ljósin voru tendruð í dag og stundin var notaleg þrátt fyrir að við mættum ekki safnast öll saman í einn hóp vegna sóttvarnarráðstafana.
Lesa meira

Náttfatadagur

Miðvikudaginn 25.nóvember var náttfatadagur og stöðvavinna hjá 1.-4.bekk.
Lesa meira

Jólatré sótt í Reykjarhólsskóg

Í morgun fóru nemendur 4. bekkjar í skógarferð í Reykjarhólsskóg ásamt kennara, húsverði og stuðningsfulltrúa. Erindið var að fella og sækja jólatré sem prýða mun stétt skólans á aðventu.
Lesa meira

Laufblaðavinna hjá 3.-4.bekk

Nemendur í 3. og 4.bekk hafa að undanförnu verið að vinna með laufblöð.
Lesa meira

Starfsdegi 5. nóvember frestað

Fyrirhugðum starfsdegi á fimmtudag, 5. nóvember, er frestað um óákveðinn tíma. Þegar um hægist og ástand í sóttvörnum batnar verður skóladagatal yfirfarið og auglýstur nýr starfsdagur með að minnsta kosti 2 vikna fyrirvara. Það verður því skóladagur hjá nemendum, fimmtudaginn, 5. nóvember.
Lesa meira

Skólastarf 3.-17. nóvember

Á skipulagsdegi starfsfólks í dag höfum við lagt drög að þrískiptingu skólans samkvæmt nýrri reglugerð um takmarkanir á skólastarfi sem er í gildi til og með 17. nóvember. Nemendur og starfsfólk munu starfa í þremur aðskildum sóttvarnarhólfum eftir skólastigum. Yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við leggjum áherslu á í okkar skipulagi að starfsfólk fari ekki á milli hólfa. Einhverjar undantekningar geta verið vegna brýnna erinda. Fyrirkomulag skólastarfs verður eftirfarandi: Skóladagurinn hefst kl. 8:15, það er kennsla í öllum hópum til kl. 13:00. Frístund starfar fyrir skráð börn til kl. 16:00. Húsnæði skólans opnar kl. 8:00 og er æskilegt að nemendur mæti ekki fyrir þann tíma. Nemendur þurfa að koma með nesti í morgunhressingu. Ekki er þörf á að koma með íþrótta- og sundföt. Nemendur fá hádegismat í skólanum. Yngsta stig gengur inn um aðalinngang. Miðstig kemur inn um suður inngang, þeirra heimasvæði hefur færst til og verður stofa 10, stofa 17 og setustofa. Unglingastig gengur inn að norðan, gegnum smíðastofu. Akstursleiðir skólabíla verða hefðbundnar, akstursáætlun sú sama að morgni en ekið heim kl. 13:00. Nemendur í 5.-10. bekk og fullorðnir þurfa að bera grímur en grímuskylda er ekki á börnum í 1.-4. bekk. Við biðlum til ykkar foreldra barna í 5.-10. bekk að senda börnin með grímu í skólann á morgun. Þar sem þetta bar skjótt að er verið að bæta í lager skólans. Við munum útvega grímur næstu daga.
Lesa meira

ATH! Starfsdagur 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að hertar sóttvarnareglur taka gildi á miðnætti. Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt á sunnudag. Ekki er nákvæmlega vitað hvaða breytingum skólastarf mun taka. Því hefur verið tekin ákvörðun um að mánudaginn 2. nóvember verði starfsdagur í grunnskólum Skagafjarðar. Stjórnendur og starfsfólk skólanna þurfa svigrúm til að skipuleggja skólastarfið sem best. Upplýsingar um nýtt skipulag verða sendar í tölvupósti þegar þær liggja fyrir. Við biðjum ykkur um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólanum. Bestu kveðjur, stjórnendur
Lesa meira